Til fyrirmyndar hjá starfsmönnum Hvamms

Starfsfólk Hvamms, heimili aldraðra á Húsavík buðu forsvarsmönnum Framsýnar í heimsókn til að kynna fyrir þeim ákvæði kjarasamninga. Formaður Framsýnar fór yfir samninginn og helstu réttindi sem starfsmenn hafa hjá stéttarfélaginu. Starfsmenn lögðu fram margar spurningar sem formaðurinn svaraði eftir bestu getu. Svona boð frá starfsmönnum um að koma í heimsókn til að útskýra og fara yfir ákvæði kjarasamninga á vinnustaðnum er til mikillar fyrirmyndar. Rétt er að taka fram að starfsmenn stéttarfélaganna eru ávallt reiðubúnir að koma í vinnustaðaheimsóknir með fræðslu um kjarasamninga og málefni stéttarfélaganna.

Deila á