Vorið er komið hjá yngstu kynslóðinni – sveitaferð

Starfsmenn og börn á Leikskólanum Grænuvöllum á Húsavík gerðu sér ferð í Grobbholt á Húsavík til að skoða lömb og kindur hjá frístundabændum sem þar stunda fjárrækt. Að þeirra sögn eiga þeir fallegustu kindur í heimi sem er að sjálfsögðu rugl.

Afar ánægjulegt er til þess að vita að aldrei hafa fleiri börn verið á Leikskólanum Grænuvöllum eins og um þessar mundir sem er afar jákvætt. Um 140 börn eru á leikskólanum sem er tákn um þann mikla uppgang sem verið hefur á Húsavík á umliðnum árum.

Í heimsókninni í Grobbholt fengu börnin að halda á lömbum, skoða dráttarvél og skógaþröst sem flug inn í fjárhúsið þegar einn hópurinn var í heimsókn en börnunum var skipt upp í fjóra hópa þar sem þau voru svo mörg.

Til viðbótar má geta þess að frístundabændur í Grobbholti og í Traðagerði verða með opið hús á morgun laugardag frá kl. 14:00 til 16:00. Að sjálfsögðu eru allir velkomnir.

Hér má sjá myndir frá heimsókn leikskólabarna í Grobbholt á fimmtudaginn:

Deila á