Framsýn stéttarfélag lýsir yfir fullum stuðningi við ljósmæður í yfirstandandi kjaraviðræðum

Á fundi stjórnar og trúnaðarráðs Framsýnar stéttarfélags síðasta þriðjudag var samþykkt að lýsa yfir fullum stuðningi við ljósmæður í yfirstandandi kjaraviðræðum. Samþykktin er eftirfarandi:

„Þjónusta við barnshafandi konur hefur verið með miklum ágætum á Íslandi, enda er árangurinn með því besta sem gerist meðal sambærilegra þjóða. Stjórnvöld hljóta því að hafa það að keppikefli að draga ekki úr gæðum þjónustu við barnshafandi konur og fjölskyldur þeirra. Framsýn skorar því á deiluaðila að ganga tafarlaust til samninga þar sem menntun og ábyrgð ljósmæðra verði metin með sanngjörnum hætti til launa. Lausn deilunnar er til hagsbóta fyrir alla, fyrir íslenskt samfélag, mæður, feður, börn og fjölskyldur þeirra.“

 

Deila á