Bifreiða- og tækjastjórnendur á fundi

Á fjórða tug bifreiðastjóra og tækjastjórnenda komu saman á fræðsludegi á vegum Starfsgreinasambandsins til að ræða sín mál og koma áherlum á framfæri. Fulltrúarnir eru frá 10 aðildarfélögum Starfsgreinasambandsins um allt land og eru flestir starfandi bílstjórar. Þar af voru tveir frá Framsýn stéttarfélagi þeir Kjartann Traustason og Friðgeir Þorgeirsson. Farið var yfir endurmenntunarmál og ábyrgð bílstjóra, kjaramálin voru augljóslega í brennidepli og vinnuvernd svo eitthvað sé nefnt. Áherslur fyrir komandi kjarasamninga voru ræddar sérstaklega og var starfsumhverfi, ábyrgð og reynsla ofarlega á baugi. Þáttakendur voru ánægðir með framtakið og ljóst að fræðsludagurinn verður endurtekinn enda full þörf á að bílstjórar eins og aðrir hópar komi saman og ræði sitt starfsumhverfi og kjör sérstaklega.

Deila á