Launahækkanir á árinu 2018

Starfsfólk á almennum vinnumarkaði:
Þann 1. maí hækka laun og launatengdir liðir um 3%.
Lágmarkslaun fyrir fullt starf, 18 ára og eldri eftir 6 mánaða starf skal vera 300.000 frá 1. maí 2018.
Starfsmenn fá 48.000 kr. í orlofsuppbót 1. júní, miðað við fullt starf.
Mótframlag atvinnurekenda í lífeyrissjóð hækkar í 11,5% 1. júlí 2018.
Starfsmenn fá 89.000 kr. í desemberuppbót ekki síðar en 15. desember, miðað við fullt starf.
Starfsfólk sveitarfélaga:
Þann 1. júní hækka laun um 2%.
Lágmarkslaun fyrir fullt starf, 18 ára og eldri eftir 4 mánaða starf skal vera 300.000 frá 1. júní 2018.
Starfsmenn fá 48.000 kr. í orlofsuppbót 1. maí, miðað við fullt starf.
Starfsmenn fá 113.000 kr. í desemberuppbót þann 1. desember, miðað við fullt starf.
Starfsfólk ríkisins:
Þann 1. júní hækka laun um 3%.
Lágmarkslaun fyrir fullt starf, 18 ára og eldri eftir 4 mánaða starf skal vera 300.000 frá 1. júní 2018.
Starfsmenn fá 48.000 kr. í orlofsuppbót 1. júní, miðað við fullt starf.
Starfsmenn fá 89.000 kr. í desemberuppbót þann 1. desember, miðað við fullt starf.

Deila á