Meistarinn með meistaraverk

Pétur Jónasson eða Pétur ljósmyndari á Húsavík var á fullu í dag ásamt iðnaðarmönnum að koma fyrir ljósmynd í fundarsal stéttarfélaganna sem hann tók af Húsavík og nágrenni. Myndin er glæsileg í alla staði enda Pétur mikill meistari þegar kemur að ljósmyndun og frágangi á myndum. Þá má geta þess að meistari Pétur hefur þjónað Húsvíkingum og Þingeyingum afar vel í gegnum tíðina, það er í marga áratugi og fyrir það ber að þakka. Myndin sem var afhjúpuð í dag er um 4 metrar að breidd og 1,37 metrar á hæð. Ekki þarf að taka fram að myndin er mikil prýði í fundarsal stéttarfélaganna.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Unnið að uppsetningu.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þorvaldur og Bjarni voru Pétri til aðstoðar við að ganga frá myndinni. Aðalsteinn J. Halldórsson hjálpaði einnig til.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Pétur var afar ánægður með útkomuna enda ekki hægt annað, glæsileg mynd.

Deila á