Vinnustaðaheimsókn í Drekagil

Félagssvæði Framsýnar nær yfir um 18% af landinu sem þýðir að svæðið sem félagið þarf að þjóna nær vel inn til landsins. Í gær var komið að því að heimsækja landverði í Vatnajökulsþjóðgarði sem eru að hluta til með aðsetur í Drekagili. Áður höfðu starfsmenn verið í sambandi við formann Framsýnar og boðið honum að koma í heimsókn ásamt samstarfsfólki til að kynna sér starfsemina og ræða nýgerðan Stofnanasamning Starfsgreinasambands Íslands og Vatnajökulsþjóðgarðs sem Framsýn er aðili að fyrir sína félagsmenn í þjóðgarðinum. Hann fór í ferðina ásamt varformanni Framsýnar og formanni Þingiðnar. Ferðin tók um 12 klukkutíma og var vel þess virði og voru móttökur landvarðana í Drekagili til mikillar fyrirmyndar. Með þessari frétt fylgja nokkrar myndir sem teknar voru í ferðinni:

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jónas Kristjánsson var fenginn til að vera bílstjóri í ferðinni sem kom sér vel enda þekkir hann vel til á hálendinu.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Klukkan 06:00 um morguninn var komið við í Heimabakaríi enda við hæfi að færa vinnandi fólki á hálendinu öndvegis brauð úr bakaríinu á Húsavík.   Friðrik Marinó sagði; Gjörið svo vel og góða ferð til fjalla.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það þurfti að fara yfir mörg vatnsföll á leiðinni s.s. Lindá, Kreppu og Jökulsá á Fjöllum.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hvað eruð þið að þvælast hér?  Lögreglan stendur vaktina á hálendinu með miklum ágætum og átti gott samtal við gestina frá Húsavík um stöðuna.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Komið heim í Drekagil eftir akstur frá Húsavík.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Farið yfir málin. Fulltrúar Framsýnar áttu gott samtal við starfsmenn Þjóðgarðsins. Fundarmenn og talsmenn Framsýnar voru sammála um að heimsóknin hefði verið ánægjuleg. Auk þess að færa starfsmönnum þjógarðsins nýbakað brauð úr Heimabakaríi fengu allir boli og húfur frá Framsýn.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sigurður Erlingsson er trúnaðarmaður landvarða.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fundurinn búinn og Elfar kominn á vaktina með nýju húfuna frá Framsýn sem kom sér vel enda veðrið ekki með besta móti.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Formaður Framsýnar fékk góða leiðsögn um svæðið með þjóðgarðsverðinum sem ber nafnið, Jóhanna Katrín Þórhallsdóttir.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Að sjálfsögðu gáfu menn sér tíma til að setjast niður á leiðinni til að fá sér smá snarl í rigningunni.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Að lokum var komið við í Möðrudal áður en haldið var áleiðis heim til Húsavíkur eftir góða vinnustaðaheimsókn í Drekagil.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Varaformaður Framsýnar var á svæðinu, það er í Möðrudal, ásamt öðrum góðum gesti sem ekki er vitað hvað heitir annað en Geithafur.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ágætu landverðir í Drekagili, takk fyrir frábærar móttökur.

 

 

 

 

 

 

 

 

Deila á