Ungliðastarf Framsýnar vekur athygli erlendis

Framsýn leggur mikið upp úr öflugu starfi ungliða innan félagsins. Í því sambandi er starfandi stjórn ungliða sem heldur utan um starfsemi Framsýnar-UNG.

Fyrir helgina barst Framsýn erindi frá erlendum aðilum með beiðni um að Framsýn taki þátt í Evrópsku verkefni (Erasmus+ programme) um stöðu ungs fólks, menntun og atvinnuætti í mismunandi löndum. Reiknað er með að verkefnið sem er fjölþjóðlegt verði kostað að erlendum sjóðum.

Framsýn mun taka erindið fyrir í ágúst og ákveða hvort félagið verður þátttakandi í verkefninu. Þessi beiðni er dæmi um öflugt starf félagsins sem hefur ekki bara vakið athygli innanlands heldur einnig víða erlendis.

 

Deila á