Samstöðu og baráttufundur í Háskólabíói í dag

Boðað hefur verið til samstöðu og baráttufundar í Háskólabíó í dag, laugardaginn 15. júlí kl. 14.00. Vaxandi ólga er í þjóðfélaginu, ekki síst vegna stöðu öryrkja, eftirlaunafólks og verkafólks. Ekki síst þess vegna er boðað til fundarins í  dag og koma frummælendur úr röðum þessara hópa. Aðalsteini Árna Baldurssyni formanni Framsýnar var boðið að flytja ræðu á baráttufundinum en hann kom því ekki við að þessu sinni. Stéttarfélögin í Þingeyjarsýslum skora á fólk að fjölmenna í Háskólabíó í dag og sýna þannig samstöðu í verki.

 

Deila á