Þjóðerni greiðandi Framsýnarfélaga

Í ársskýrslu Framsýnar fyrir árið 2016 sem kom út í gær má sjá skemmtilega tölfræði sem athyglisvert er að velta fyrir sér. Til dæmis er kökurit yfir þjóðerni greiðandi félaga í Framsýn.

Greiðandi félagsmenn voru 2.920 árið 2016. Íslendingar voru 72% af þeim eða 2.102. Það er því rúmlega fjórðungur greiðandi félagsmanna erlendur. Þar af eru Pólverjar áberandi flestir. 14% greiðandi félaga eru pólskir eða 409 einstaklingar.

Félagsmenn eru af mörgum öðrum þjóðernum en þó engin þjóð nærri jafn fjölmenn og pólverjar. Tékklenskir félagar eru 3% eða 88 sem er þriðja fjölmennasta þóðin en Tékkar hafa verið fjölmennir í ferðaþjónustu á svæðinu undanfarin ár.

 

 

Deila á