Vilt þú vera fulltrúi Framsýnar á ársfundi Lsj. Stapa?

Ársfundur Lsj. Stapa verður haldinn í Skjólbrekku í Mývatnssveit miðvikudaginn 3. maí. Félagsmenn Framsýnar sem hafa áhuga fyrir því að vera fulltrúar félagsins á ársfundinum eru beðnir um að hafa samband við formann félagsins á Skrifstofu stéttarfélaganna á Húsavík fyrir 19. apríl. Þá er hægt að senda skilaboð á netfangið kuti@framsyn.is. Rétt er að taka fram að ársfundurinn er opinn öllum sjóðfélögum með málfrelsi og tillögurétti. Atkvæðisrétt hafa þeir einir sem kosnir hafa verið á fundinn sem fulltrúar þeirra aðildarfélaga sem aðild eiga að sjóðnum og eru jafnframt sjóðfélagar.

 

Framsýn, stéttarfélag