Stéttarfélögin niðurgreiða leikhúsmiða fyrir félagsmenn

Stéttarfélögin, Framsýn, Þingiðn og Starfsmannafélag Húsavíkur, niðurgreiða leikhúsmiða á leiksýningar Leikfélags Húsavíkur og hjá Leikdeildar Eflingar í vetur. Áður en félagsmenn fara á leiksýningarnar verða þeir að koma við á Skrifstofu stéttarfélaganna og fá afsláttarmiða á sýningarnar. Ekki er hægt að koma eftir á og fá niðurgreiðslu frá félögunum. Niðurgreiðslan nemur kr. 1.000 á félagsmann, það er á hvora sýningu.