Opnað fyrir umsóknir um sumarhús

Stéttarfélögin hafa opnað fyrir umsóknir félagsmanna um orlofshús sumarið 2017. Hægt er að nálgast orlofskosti og umsóknareyðublað inn á heimasíðu stéttarfélaganna www.framsyn.is. Vikuverðið verður óbreytt frá fyrri árum eða kr. 26.000. Skila þarf umsóknum inn fyrir 24. apríl 2017. Framboðið verður svipað milli ára, reyndar fellur út hús í Ölfusborgum og inn kemur hús í Svignaskarði í Borgarfirði. Til viðbótar má geta þess að Fréttabréf með orlofskostunum verður gefið út síðar í þessum mánuði Frekari upplýsingar eru í boði á Skrifstofu stéttarfélaganna.

Stéttarfélögin

Framsýn, Þingiðn, STH og Verkalýðsfélags Þórshafnar

Nálgast má umsóknareyðublaðið á excel formi í græna borðanum efst á síðunni.