Nýr stofnanasamningur í burðarliðnum

Stéttarfélögin á Norðurlandi hafa undanfarnar vikur unnið að því að samræma gildandi stofnanasamninga við heilbrigðisstofnanir á svæðinu, það er frá Húsavík að Blönduósi. Ástæðan er að búið er að sameina þessar stofnanir undir Heilbrigðisstofnun Norðurlands. Viðræður hafa gengið vel og vonandi tekst að ganga frá nýjum sameiginlegum stofnanasamningi á næstu vikum. Fyrir hönd Framsýnar og starfsmanna hjá HSN á Húsavík hefur formaður félagsins, Aðalsteinn Árni og trúnaðarmaður starfsmanna, Unnur Kjartansdóttir tekið þátt í samningaviðræðunum.

Deila á