Fullt í sumarferðina á laugardaginn

Sumarferð stéttarfélaganna verður farin á laugardaginn og er fullt í ferðina. Farið verður í gönguferð um Laxárdal, sem er rómaður fyrir friðsæld og náttúrufegurð, auk þess sem dalurinn geymir mikla og merkilega sögu. Laxárdalur liggur austan Reykjadals og nær frá Brúum að Helluvaði. Rútuferð verður frá Húsavík upp á Mývatnsheiði. Á Nónskarðsási við gatnamótin upp í Stöng verður gengið sem leið liggur niður dalinn  að Brettingsstöðum. Frá Brettingsstöðum liggur leiðin gegnum fallegan birkiskóg, Varastaðaskóg, að Ljótsstöðum sem er næsta jörð fyrir neðan. Við Ljótsstaði bíður rúta sem fer með göngufólkið að Þverá. Þar verður gamli bæinn og kirkjan skoðuð sem er nýlega uppgerð. Að lokum verður grillað á Halldórsstöðum. Til þeirra sem eru að fara í ferðina, þá verður farið stundvíslega frá Skrifstofu stéttarfélaganna kl. 09:00 næstkomandi laugardag.

 

A.T.H. Góðir skór, flugnanet, fatnaður við hæfi, nesti og góða skapið er nauðsynlegur búnaður í þessa ferð.

 

Deila á