Skýrsla, í kjölfar kjarasamninga

Út er komin skýrslan Í kjölfar kjarasamninga sem fjallar um launaþróun eftir samningssviðum og viðsemjendum á tímabilinu 2006 til 2015. Skýrslan er samstarfsverkefni þeirra heildarsamtaka á vinnumarkaði sem aðild eiga að Samstarfsnefnd um launaupplýsingar og efnahagsforsendur kjarasamninga (Salek). Skýrslan er sú þriðja í röðinni sem fjallar um viðfangsefnið en þær fyrri báru nafnið Í aðdraganda kjarasamninga og voru gefnar út í október 2013 og febrúar 2015, í þann mund er viðræður voru að hefjast um endurnýjun kjarasamninga.

Niðurstöður skýrslunnar eru ekki hluti af reglubundinni upplýsingagjöf Hagstofunnar heldur byggja á sérvinnslu úr gagnasafni stofnunarinnar samkvæmt beiðni Salek. Hagstofan birtir ársfjórðungslega upplýsingar um launaþróun í heild á almennum markaði, hjá ríkinu og sveitarfélögunum en í þessari skýrslu er miðað við nóvembermánuði ár hvert og upplýsingar eru mun ítarlegri en tíðkast.

Deila á