Afnám tolla af fatnaði og skóm skilar sér ekki, hvað með landbúnaðarvörurnar?

Í ársbyrjun 2016 voru felldir niður tollar af fatnaði og skóm. Mældust þessar aðgerðir vel fyrir meðal almennings enda átti þessi lagabreyting að skila 13% lægra verði til neytenda að meðaltali af þeim vörum sem báru tolla áður.

Samkvæmt úttekt verðlagseftirlits ASÍ þá hafa þessar aðgerðir ekki skilað því sem til var ætlast. Verslanir hafa greinilega hækkað verð eftir útsölur og er hækkunin meiri en gera mátti ráð fyrir. Fyrir utan niðurfellingu tolla hefur gengi krónunnar styrkst töluvert á undanförnum mánuðum sem hefði átt að hjálpa til við lækkun verðs á fatnaði og skóm. Raunin er að verslanirnar eru einfaldlega að taka stærri hluta af kökunni. Niðurstöður verðlagsnefndar ASÍ má lesa í lengra máli hér.

Í ljósi þessa má velta fyrir sé hvað gerist ef tollar á landbúnaðarvöru verða felldir niður eins og mikið er talað fyrir víða í samfélaginu? Er við því að búast að eitthvað annað gerist með landbúnaðarvörur en að verslunin fái stærri hluta kökunnar í sinn hlut eins og raunin er með fatnað og skó?

Deila á