Vinna barna, unglinga og ungmenna

Á Skrifstofu stéttarfélaganna hefur borist talsverður fjöldi fyrirspurna að undanförnu um hvaða reglur gilda um vinnu ungs fólks undir 18 ára aldri.

Í stuttu máli eru takmarkanir á vinnu ungs fólks þessar:

  • Börn 12 ára og yngri er bannað að vinna. Undanþágur eru menningar-, lista-, íþrótta- eða auglýsingastarfsemi en þá einungis að gefnu leyfi frá Vinnueftirlitinu
  • 13-14 ára börn mega vinna störf af léttara tagi. Dæmi um slík störf eru létt fóðrun og hirðing dýra, hreinsun illgresis, gróðursetning, sópa og tína rusl og létt fiskvinnslustörf. Þetta er ekki tæmandi listi. Vinnutími þessara barna má vera tveir klukkustundir á skóladegi og 12 klukkustundir á viku þegar um er að ræða vinnu sem fram á starfstíma skóla en utan skipulegs skólatíma. Þegar skólinn starfar ekki mega þessi börn vinna 7 klukkustundir á dag og 35 klukkustundir á viku.
  • Unglingar, á aldrinum 15-17 ára og er ekki lengur í skyldunámi, mega vinna 8 tíma á dag og 40 tíma í viku. Unglingar mega aðeins vinna lengur gegn undanþágum ef brýn nauðsyn er fyrir hendi, til dæmis ef bjarga þarf verðmætum í landbúnaði eða fiskvinnslu. Engu að síður er nauðsynlegt að ákvæði um hvíldartíma séu uppfyllt.

Nánar má lesa um reglur um vinnu barna, unglinga og ungmenna hér. Þar má til dæmis lesa um hvaða reglur gilda um yfirvinnu þessa aldurshóps, hvíldartíma og skyldur atvinnurekanda gagnvart þeim.

Deila á