Samningur samþykktur hjá STH

Starfsmannafélag Húsavíkur stóð fyrir kynningarfundi um nýgerðan kjarasamning félagsins og Sambands íslenskra sveitarfélaga í gær. Fundurinn var haldinn í fundarsal stéttarfélaganna. Eftir kynningu á samningnum fór fram atkvæðagreiðsla um samninginn. 18 greiddu atkvæði, já sögðu 17 og einn seðill var auður. Samningurinn skoðast því samþykktur. Til viðbótar má geta þess að félagsmenn Starfsmannafélagsins geta fengið samninganna, það er ríkissamninginn og samninginn við sveitarfélögin á Skrifstofu stéttarfélaganna. Minnisbækurnar vegna ársins 2016 eru einnig komnar og standa félagsmönnum til boða.

Félagar í Starfsmannafélaginu samþykktu samning félagsins/Samflotsins við Samband íslenskra sveitarfélaga.

Deila á