Beint flug frá Egilsstöðum

Beint flug milli Egilsstaða og Gatwick hefst næsta sumar. Flogið verður tvisvar í viku á milli áfangastaðanna en það er breska ferðaskrifstofan Discover the World sem skipuleggur flugið.

Tilkynnt var um þessa nýju flugleið á flugstöðinni á Egilsstöðum í gær. Flugið hefst 28. maí og lýkur 24. september 2016. Mögulega verður tímabilið framlengt takist vel til að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Sala farmið hefst á næstu vikum.

Á fundinum í gær var jafnframt undirritaður samstarfssamningur á milli Discover the World og ferðaþjónustufyrirtækjanna Fjallasýnar og Tanna Travel en þessi fyrirtæki munu annast markaðssetningu og sölu á flugi.

Fram kemur í fréttatilkynningu frá aðstandendum verkefnisins að beint flug milli Egilsstaða og London verði mikil lyftistöng fyrir ferðaþjónustuna á svæðinu og landinu öllu.Beint flug milli Egilsstaða og London mun hefjast næsta sumar. Um er að ræða mjög áhugaverða tilraun sem vonandi heppnast til framtíðar enda mikilvægt fyrir t.d. þingeyinga að hafa aðgengi að millilandaflugi sem næst svæðinu.

Deila á