Morgunverðarfundur með fulltrúum ASÍ

Þrír góðir gestir frá Alþýðusambandi Íslands komu í heimsókn á Skrifstofu stéttarfélaganna í morgun til að ræða við starfsmenn og forsvarsmenn Framsýnar um verkalýðsmál, starfsmenntamál og önnur málefni er varða starfsemi stéttarfélaga. Fundurinn var að sjálfsögðu vinsamlegur og fjörugar umræður urðu um málefni fundarins.

Þær Guðrún Á. Guðmundsdóttir, Eyrún Björk Valsdóttir og Kristín Ýr Gunnarsdóttir sem allar eiga það sameinginlegt að starfa á skrifstofu ASÍ voru á Húsavík í morgun þar sem þau funduðu með talsmönnum Framsýnar.

Farið yfir málin á fundinum sem hófst kl. 10:00 í morgun og stóð fram að hádegi.

Deila á