Stjórn Landsmenntar fundaði á Húsavík

Stjórn Fræðslusjóðsins Landsmenntar fundaði á Húsavík í gær. Auk þess að funda um fyrirliggjandi umsóknir um styrki til starfsmenntunar í atvinnulífinu gerði stjórnin sér ferð í Þekkingarnet Þingeyinga og á Þeistareyki til að fræðast um starfsemi ÞÞ og framkvæmdirnar á Þeistareykjum. Auk þess kom Snæbjörn Sigurðarson frá Norðurþingi og fræddi stjórnina um uppbygginguna á Bakka. Dagurinn fór vel fram og voru stjórnarmenn ánægðir með daginn þegar þeir yfirgáfu Húsavík síðdegis í gær.

Hér er stjórn Landsmenntar á stjórnarfundinum. Alls sitja 6 fulltrúar í stjórn, þrír frá Samtökum Atvinnulífsins og þrír frá Starfsgreinasambandi Íslands. Einn af þeim er Aðalsteinn Árni Baldursson formaður Framsýnar sem jafnframt er stjórnarformaður sjóðsins. Framkvæmdastjóri sjóðsins er Kristín Njálsdóttir.

Snæbjörn fór vel yfir framkvæmdirnar á Bakka með stjórn Landsmenntar.

Það gerði Guðmundur Þórðarson verkefnastjóri á Þeistareykjum líka sem fór yfir uppbygginguna sem LNS Saga stendur fyrir á svæðinu og unnin er fyrir Landsvirkjun.

Varaformaður Framsýnar kom með upp á Þeistareyki til að taka stöðuna.

Deila á