Unnið á vöktum í Vaðlaheiðargöngum

Fulltrúar frá Framsýn og Einingu-Iðju funduðu með stjórnendum Vaðlaheiðargangna í gær, það er frá verktakanum. Fundurinn var vinsamlegur og var farið yfir nokkur atriði er vörðuðu starfsmenn auk þess sem staðan var tekin á verkinu. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum hafa komið upp nokkur vandamál við gangnagerðina er varðar ekki síst vatnsflæði í göngunum sem hefur gert mönnum erfitt fyrir. Unnið er á 12 tíma vöktum við verkið sem miðar áfram og um 50 starfsmenn koma að framkvæmdunum. Ljóst er að verkið verður ekki klárt í lok næsta árs eins og vonir voru bundnar við. Vonast er til að umferð verði komin á í gegnum göngin á árinu 2017 enda um að ræða mikla samgöngubót.

Búið er að bora yfir 4 km inn í Vaðlaheiðina af rúmum 7 km. Undanfarna mánuði hefur verkið ekki gengið eftir áætlun en vonandi verður svo á næstu mánuðum.

Unnið er að vegagerð í Fnjóskárdalnum þar sem nýi vegurinn kemur út frá göngunum með tengingu við núverandi þjóðveg. Sjá myndir:

Deila á