Kalt á Þeistareykjum í dag – sjá myndir

Formaður Framsýnar, Aðalsteinn Á. Baldursson, var á Þeistareykjum í dag en hann gegnir jafnframt hlutverki sem yfirtrúnaðarmaður á staðnum meðan ekki hefur verið gengið frá ráðningu í starfið. Stéttarfélögin, Framsýn og Þingiðn, hafa ákveðið að halda úti öflugri þjónustu á svæðinu í fullu samráði við hlutaðeigandi aðila á svæðinu s.s. Landsvirkjun og LNS Saga. Liður í því er að heimsækja starfsmenn á Þeistareykjum reglulega. Aðalsteinn kom færandi hendi með húfur til handa starfsmönnum á svæðinu enda veðrið ömurlegt í dag. Sjá myndir frá heimsókninni í dag:

Formaður Framsýnar var í eftirlitsferð á Þeistareykjum í dag í heldur leiðinlegu veðri.

Verkið gengur vel og er fjöldi starfsmanna við störf.

Við erum fallegustu mennirnir á svæðinu, Jónas Hallgrímsson og Arnar Ingi Sæþórsson voru ánægðir með sig í dag en þeir starfa báðir hjá Trésmiðjunni Rein.

Bæði íslenskir og pólskir starfsmenn eru við störf á Þeistareykjum.

Hlynur gröfumaður fékk að sjálfsögðu húfu í kuldanum.

Það er mikið lagt upp úr góðum frágangi á svæðinu. Hlynur var að ganga frá þessum vegkanti í dag. Frábær vinna hjá honum.

Menn voru fljótir að setja upp húfurnar frá Framsýn.

Gjörðu svo vel, þú færð húfu líka.

Talað við pólskan starfsmann sem starfar við járnabindingar.

Takk fyrir húfurnar, þær koma sér vel í sumarveðrinu á Íslandi.

Íslensku tækjamennirnir á svæðinu eru ekki skoðanalausir.

Deila á