Atvinnurekendur krefjast viðræðna – vilja semja strax

Til stóð að fulltrúar Framsýnar hæfu viðræður við þau 12 fyrirtæki á félagssvæðinu sem þegar hafa óskað eftir viðræðum við félagið um nýjan kjarasamning eftir helgina. Vegna mikils þrýstings frá fyrirtækjunum hefur verið ákveðið að hefja viðræðurnar á laugardaginn. Fyrirtækin sem eiga í hlut leggja mikið upp úr því að klára viðræðurnar fyrir 30. apríl þegar verkfallsaðgerðir hefjast á vegum aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins, verði ekki búið að semja fyrir þann tíma. Þá má geta þess að Framsýn hefur boðað til félagsfundar á sunnudaginn þar sem óskað verður eftir umboði fundarins til að ganga frá kjarasamningum við þau fyrirtæki sem þess óska á félagssvæðinu.

Fyrirtæki þrýsta á gerð kjarasamnings við Framsýn. Fundað verður með forsvarsmönnum fyrirtækjana um helgina að þeirra kröfu. Um er að ræða m.a. fyrirtæki í kjötvinnslu, byggingariðnaði, öðrum iðnaði,  landbúnaði og ferðaþjónustu.

Deila á