Iðnaðarmenn funda

Stjórn Þingiðnar kom saman til að ræða málefni félagsins og stöðuna í kjaramálum. Ljóst er að væntingar iðnaðarmanna eru miklar en þeir hafa krafist að laun þeirra hækki verulega. Megin áherslurnar eru:

 Endurskoðun núverandi launakerfa og byrjunarlaun iðnaðarmanna verði kr. 381.326 á mánuði.

 Almenn hækkun launa verði 20%.

 Verði samið til lengri tíma en eins árs verði laun verðtryggð.

 Gert verði átak til að draga úr yfirvinnu og dagvinnulaun hækkuð svo þau dugi til framfærslu. Þessu markmiði verði náð m.a. með aukinni framleiðni og hagræðingu í fyrirtækjum svo ekki komi til raunverulegs kostnaðarauka hjá fyrirtækjum.

 Heildarkostnaðaráhrifin af þessum hækkunum eru 23,2% og þar af rúm 3% vegna taxtatilfærslna.

Stjórn Þingiðnar fer yfir málin á fundi í vikunni.

Kröfur iðnaðarmanna eru verulega hófværar sé tekið mið af launum forystusveitar Samtaka atvinnulífsins sem talar um að svirúmið til launahækkana hjá iðnaðarmönnum sé um 3%. Laun Rannveigar Rist  jafngilda launum 22 iðnaðarmanna á mánuði sé tekið mið af núverandi launatöflu Samiðnar. Er þetta eðlilegt NEI!!

Deila á