Netin komin upp á bryggju eftir góða vertíð

Aflaskipið Geir ÞH 150 kom til heimahafnar á Þórshöfn í vikunni eftir góða vertíð. Geir ÞH hefur verið við netaveiðar í Breiðafirði í vetur og fiskað vel enda þekkt aflaskip. Alls fiskaði Geir ÞH um 440 tonn af bolfiski sem landað var fyrir vestan. Aflinn var síðan fluttur til Húsavíkur til vinnslu hjá GPG-Fiskverkun. Heimasíðan náði tali af skipverjum í gær sem sögðust mjög ánægðir með vertíðina. Þeir hefðu farið vestur í byrjun febrúar og komið heim aftur til Þórshafnar í síðustu viku og fiskað vel.

Aflaskipið Geir ÞH í heimahöfn á Þórshöfn eftir góða vertíð.

Deila á