Afmæli fagnað milli viðræðna

Eins og fram hefur komið standa yfir kjaraviðræður milli Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins. Um þessar mundir eru sérmál hópa innan sambandsins til umræðu s.s. starfsfólks í ferðaþjónustu, það er áður en viðræður hefjast um launaliðinn. Reiknað er með að Starfsgreinasambandið leggi fram kröfur um hækkun á launaliðnum upp úr næstu áramótum. Í Karphúsinu ráða ríkjum frábærir starfsmenn, Það eru þau Magnús Pétursson ríkissáttasemjari og Elísabet S. Ólafsdóttir skrifstofustjóri.  Þrátt fyrir að mikið sé að gera í Karphúsinu þessa daganna gáfu samningamenn sér tíma til að fá sér afmælistertu fyrir helgina  í tilefni að afmæli formanns Framsýnar.  

Magnús formaður Verkalýðsfélagsins í Grindavík og Finnbogi formaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga eru hér að fá sér afmælistertu og rjóma með formanni Framsýnar sem fagnaði afmæli í Karphúsinu í síðustu viku.

Signý formaður Stéttarfélags Vesturlands og Hjördís Þóra formaður Afls starfsgreinafélags  fá sér hér tertu og rjóma.

Síðan var haldið áfram að fara yfir sérmálin eftir óvænta afmælisboðið sem Elísabet átti heiðurinn af. Það er krefjandi starf að taka þátt í kjaraviðræðum og þeim undirbúningi sem fylgir. Hér er Drífa Snædal framkvæmdastjóri sambandsins hugsandi yfir einhverjum breytingum eða kröfum, hver veit?

Finnbogi er reyndar hugsandi á þessari mynd líka. Miðað við möppuna hjá honum eru kröfur Starfsgreinasambandsins miklar.

Deila á