Mannvirki þess tíma

Í dag þykir ekkert stórmál að bora jarðgöng í gegnum fjöll en þessa brú var talið stórvirki að byggja árið 1908, hún var fyrsta sinnar tegundar á Íslandi og þá lengsta steinbogabrú  á Norðurlöndum, tæplega 55 m. löng. Það tókst í annarri tilraun að ljúka verkinu, en flóð í ánni sópaði burt afrakstri margra vikna vinnu. Þessi brú er hreint listaverk og geymir mörg sporin, hefur líklega verið samgöngubylting á sínum tíma.  Reyndar er ótrúlegt að það séu ekki nema rúm 100 ár síðan hún var brúuð. Þar áður var hún hinn versti farartálmi og það er fræg sagan af fólki úr Bárðardal sem hættu við að flytja til Brasilíu þegar þeim var ljóst að þær myndu á þeirri leið þurfa að komast yfir Fnjóská. Áin var í þeirra huga óyfirstíganlegur þröskuldur. Velta má því fyrir sér hvort þessi brú hafi ekki verið meiri samgöngubylting þess tíma en göngin verða fyrir okkur Þingeyinga og aðra vegfarendur sem tekin verða í notkun 2017.
Brúin yfir Fnjóská er með fallegri brúum landsins
Deila á