Óska eftir góðu samstarfi

Formaður Framsýnar Aðalsteinn Árni Baldursson settist niður með Yngva Ragnari Kristjánssyni oddvita Skútustaðahrepps til að ræða byggða og atvinnumál í héraðinu. Framsýn hefur fjallað um þessi mál á fundum og talið mikilvægt að Þingeyingar það er sveitarstjórnir, atvinnurekendur, stéttarfélög og Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga vinni betur saman að þessum sameiginlegu hagsmunamálum í héraðinu.  Að mati Framsýnar hefur verulega skort á samstöðuna.  Yngvi Ragnar tók hugleiðingum Framsýnar vel og tók undir mikilvægi þess að hagsmunaaðilar vinni saman að því að efla svæðið íbúum til hagsbóta. Fulltrúar Framsýnar munu á næstu dögum funda með öðrum talsmönnum sveitarfélaga á svæðinu og hvetja til samstöðu heimamanna í þessum mikilvægu málaflokkum.
Yngvi Ragnar og Aðalsteinn fóru yfir mikilvægi þess að hagsmunaaðilar í héraðinu vinni betur saman í byggða- og atvinnumálum í héraðinu.
Deila á