Takk fyrir okkur!!!!!

Tæplega 800 manns komu saman í dag á hátíðarhöldum stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum. Hátíðin fór fram í höllinni á Húsavík og hófst kl. 14:00. Dagskráin var að venju glæsileg enda boðið upp á landsþekkta skemmtikrafta. Fjölmargir gestir sáu ástæðu til þess að þakka fyrir sig lokin með því að þakka forsvarsmönnum stéttarfélaganna fyrir samkomuna sem er fjölmennasta samkoma sem haldinn er í Þingeyjarsýslum á hverju ári auk þess að vera ein fjölmennasta hátíð sem haldin er á 1. maí á Íslandi. Ræðumenn dagsins fóru á kostum og var vel látið af þeirra boðskap. Í tilefni af því verður hægt að hlusta á ræðurnar hér á heimasíðunni síðar í dag. Stéttarfélögin þakka öllum þeim sem lögðu leið sína í Íþróttahöllina fyrir komuna.

Tæplega 800 manns tóku þátt í hátíðarhöldunum á Húsavík dag.

Deila á