Nemendur FSH í heimsókn

Hópur nemenda úr Framhaldsskóla Húsavíkur kom við í gær á Skrifstofu stéttarfélaganna til að kynna sér starfsemi stéttarfélaga. Með í för var Hjördís kennari Ólafsdóttir. Nemendurnir fengu fyrirlestur um atvinnulífið og helstu réttindi þeirra á vinnumarkaði. Þá fengu þeir líka að sjá fræðslumyndband sem unnið er að og rekur sögu stéttabaráttu í Þingeyjarsýslum síðustu 100 ár. Greinilegt var að þau voru ekki síst ánægð með myndbandið og fræðsluna sem þar kemur fram.Reglulega koma hópar úr Framhaldsskóla Húsavíkur í kynningu hjá stéttarfélögunum á atvinnulífinu og starfsemi stéttarfélaga.

Undantekningarlaust eru nemendur FSH áhugsamir um efnið sem er til umræðu í heimsóknum þeirra til stéttarfélaganna.

Kynningarmyndband um starfsemi Framsýnar og atvinnulífið í Þingeyjarsýslum vakti athygli.

Hjórdís kennari fór fyrir hópnum í gær.

Deila á