Fólkið á bak við tjöldin

Það er mikið verk að skipuleggja hátíðarhöld stéttarfélaganna 1. maí á hverju ári. Sérstök nefnd sem skipuð er fulltrúum aðildarfélaga Skrifstofu stéttarfélaganna kemur að því að ganga frá dagskránni. Síðan sér stjórn og trúnaðarráð stéttarfélaganna um að  gera salinn í Íþróttahöllinni kláran fyrir samkomuna auk þess að ganga frá öllu eftir hátíðarhöldin sem er töluvert verk. Hér koma nokkrar myndir af þessum hetjum sem eru stéttarfélögunum til mikils sóma.  

Stelpur!! Hvernig var þetta eiginlega í fyrra???????????

Það eru tveir bræður í trúnaðarmannaráði. Hér eru þeir Þráinn og Ölver að koma upp borðum fyrir um 500 manns á gólfinu við sviðið.

Allt að verða klárt, hér er verið að ganga frá rjómanum með tertunni úr Heimabakaríi.Þá er að ganga frá, Svava er hér að undirbúa þvott á bollum og diskum.

 Vinkonurnar, Ragnhildur og Olga sáu um uppvaskið. Reyndar með öðru góðu fólki líka.

Eftir langan  og strangan dag var síðan boðið upp á pitsur.

Deila á