Dyravarðanámskeið í febrúar

Dyravarðanámskeið verður haldið í sal stéttarfélaganna á Húsavík laugardaginn 11. febrúar 2012 á vegum lögreglunnar á Húsavík og Framsýnar stéttarfélags.  Hægt er að skrá sig á námskeiðið hjá Skrifstofu stéttarfélaganna eða hjá lögreglunni á Húsavík til 7. febrúar. Námskeiðið er félagsmönnum Framsýnar að kostnaðarlausu. Aðrir greiða kr. 5000.  Sjá dagskrá.

Dagskrá:

1.      kl. 10:00-10:15    Kjarasamningsbundin réttindi dyravarða. (Aðalsteinn Baldursson)

2.      kl. 10:15-12:00    Skyndihjálp. (RKÍ- Húsavíkurdeild)

                                       Hádegishlé

 3.      kl. 13:00-14:00    Eldvarnir. (Jón Ásberg Salómonsson)

 4.      kl. 14:00-15:00    Lög og reglur. (Svavar Pálsson)

 5.      kl. 15:30-16:00    Samskipti dyravarða og lögreglu. (Sigurður Brynjúlfsson)

 6.      kl. 16:00-17:30    Valdbeiting / Sjálfsvörn. (Jón Óðinn Óðinsson)

 7.      kl. 17:30              Námskeiðsslit. Afhending viðurkenninga.

 Ath. Hlé verða tekin eftir samkomulagi þátttakenda og fyrirlesara. Boðið verður upp á kaffi og meðlæti á námskeiðsstað.

Lögreglan á Húsavík
Framsýn- stéttarfélag

Lögreglan á Húsavík og Framsýn standa fyrir dyravarðanámskeiði í febrúar. Þar er farið yfir mikilvæg atriði er snerta gæslu á veitingahúsum og öðrum stöðum þar sem dyraverðir eru mikilvægir.

Deila á