Viðræðum frestað við smábátaeigendur

Stjórn Framsýnar kom saman til fundar í gær. Á fundinum var m.a. samþykkt að fresta frekari viðræðum félagsins við Svæðisfélagið Klett félags smábátaeigenda frá Ólafsfirði að Tjörnesi um gerð kjarasamnings fyrir sjómenn á smábátum. Slíkur samningur er ekki til í dag á landsvísu.  Viðræðurnar hafa gengið vel og eru á lokastigi. Þar sem Sjómannasamband Íslands, sem Framsýn á aðild að, hefur ákveðið að  hefja viðræður við Landssamband smábátaeigenda um gerð kjarasamnings á landsvísu telur félagið rétt að stiga aðeins til hliðar og gefa þeim tækifæri til að ná samningum. Nái þeir ekki saman telur stjórn Framsýnar að hægt verði að klára samning um kjör smábátasjómanna við Klett á nokkrum dögum. Samningsumboðið fyrir smábátasjómenn á félagssvæði Framsýnar er hjá félaginu. Eftir því sem best er vitað hafa önnur félög sjómanna innan Sjómannasambandsins falið sambandinu umboð til að ganga frá kjarasamningi fyrir þeirra hönd.

Deila á