Fundur með erlendu vinnuafli í dag

Erlent vinnuafl sem starfar í fiskvinnslu á félagssvæði Framsýnar hefur óskað eftir fundi í dag með forsvarsmönnum Framsýnar- stéttarfélags. Óskir eru um að kjaramál, aðbúnaðarmál, velferðarmál og þjóðmálin verði tekin til umræðu. Fundir sem þessi hafa verið haldnir reglulega á hverju ári sem eru hugsaðir sem upplýsingafundir fyrir erlent vinnuafl sem nær ekki að fylgjast nægjanlega með því sem er að gerast í kjaramálum og þjóðfélagsmálum.

Deila á