Samningaviðræður í gangi

Fulltrúar Framsýnar hafa setið á samningafundi í dag með fulltrúa Svæðafélagsins Kletts félags smábátaeigenda frá Ólafsfirði að Tjörnesi. Aðilar vinna að því að ganga frá kjarasamningi fyrir smábátasjómenn á bátum innan við 15 brúttótonn á félagssvæði Framsýnar. Viðræður hafa að mestu legið niðri í sumar en eru nú hafnar aftur. Samningsaðilar reikna með að vinna áfram að gerð kjarasamnings á næstu dögum og vikum. Þess ber að geta að í dag er ekki til sérstakur kjarasamningur fyrir smábátasjómenn á Íslandi. Þess vegna ekki síst er mikilvægt að viðræður Kletts og Framsýnar skili árangri með undirritun kjarasamnings. Það á hins vegar eftir að koma í ljós.

Orri Freyr og Aðalsteinn frá Framsýn ræða hér við talsmann smábátaeigenda í morgun í fundarherbergi stéttarfélaganna.

Deila á