Þing NU haldið á Íslandi í ár

Þing Nordisk Union, samtaka launafólks í matvælaframleiðslu á Norðurlöndum, verður haldin á Selfossi daganna 21-23 ágúst. Samtökin eru norrænn samstarfsvettvangur um 150.000 félagsmanna innan margvíslegra starfsgreina tengdum matvælaframleiðslu, s.s. fiskvinnslu, landbúnaði og matvælavinnslu. Á þingið mæta um 50 fulltrúar frá öllum Norðurlöndunum til að ræða málefni starfsfólks í matvælaiðnaði. Aðal áherslan verður á samþættingu kjarasamninga á milli Norðurlanda og innan Evrópu til að spyrna við félagslegum undirboðum sem hafa leitt til kjaraskerðingar á meðal félagsmanna. Starfsgreinasamband Íslands og Matvís eiga samanlagt fimm fulltrúa á þinginu. Meðal fulltrúa SGS verður  Aðalsteinn Á. Baldursson formaður Framsýnar stéttarfélags og fyrrverandi sviðstjóri matvælasviðs SGS og fulltrúi sambandsins í stjórn Nordisk Union til ársins 2009.
Deila á