Færeyingar bjóða stjórnendur Framsýnar velkomna í heimsókn

Færeyska Verkamannasambandið stóð fyrir þingi sambandsins í Þórshöfn í Færeyjum fyrir helgina. Það bar helst til tíðinda að Ingeborg Vinther formaður FA til rúmlega 30 ára gaf ekki kost á sér áfram. Í hennar stað var Georg F. Hansen kjörinn formaður og Elin Sorensen til vara. Formaður Framsýnar var gestur Færeyska Verkamannasambandsins en veisla til heiðurs Ingiborgu var haldin á Hótel Færeyjum á föstudagskvöldið. Í samtali sem Aðalstein átti við nýja formanninn Georg F. Hansen kom fram að FA hefur mikinn áhuga á að taka vel á móti stjórn Framsýnar komi hún því við að koma til Færeyja í sumar og kynna sér starfsemi Færeyska Verkamannasambandsins.  Aðalsteinn sagði málið í skoðun og þakkaði fyrir boðið.

Nýr formaður FA, heiðursmaðurinn Georg F. Hansen. Það var mjög fallegt verður í Færeyjum um helgina.

Deila á