Kynning í Borgarhólsskóla

Í morgun heimsótti Snæbjörn Sigurðarson verkefnastjóri stéttarfélaganna skólaliða og stuðningsfulltrúa í Borgarhólsskóla með kynninga á réttindum og skyldum á vinnumarkaði. Einnig fjallaði hann um starfsemi stéttarfélaga og stöðu kjaramála en nú eru kjarasamningar lausir og kjaraviðræður standa yfir. Fjörugar umræður spunnust á meðan á kynningunni stóð og greinilegt að starfsfólk Borgarhólsskóla er vel inni í kjaramálum og stöðu á vinnumarkaði. Kynningin tókst í alla staði vel og voru menn sammála um að mikilvægi þess að halda slíkar kynningar reglulega til að viðhalda tengslum félagsmanna við fulltrúa sína í stéttarfélögunum.

Deila á