Kjaraviðræður hafnar

Fyrsti fundur vegna bræðslumanna á Þórshöfn var haldinn í dag í húsnæði Samtaka atvinnulífsins. Þar kynnti Aðalsteinn Á. Baldursson formaður samninganefndarinnar kröfur starfsmanna. Því miður komust þeir starfsmenn Loðnuvinnslunnar á Þórshöfn sem einnig sitja í samninganefndinni ekki suður vegna veðurs, en flugsamgöngur lágu niðri fram eftir degi. Eftir fundinn var ákveðið að hittast aftur næsta miðvikudag og halda viðræðum áfram.
Síðan gengu fulltrúar Framsýnar á fund forsvarsmanna Bændasamtaka íslands þar sem kröfugerð Framsýnar var lögð fram fyrir hönd landbúnaðarverkamanna innan félagsins. Formaður Framsýnar hélt áfram göngu sinni á milli húsa og hitti hann næst á Vilhjálm Egilsson formann Samtaka atvinnulífsins og fór með honum yfir þá ákvörðun Framsýnar að segja skilið við Starfsgreinasamband Íslands varðandi samningsumboð félagsins. Eftir þann fund var ákveðið að fulltrúar Framsýnar og SA hittist til kjarasamningaviðræðna næstkomandi miðvikudag í húsnæði SA, sem verður þá fyrstu formlegi samningafundur þessara aðila.

Deila á