Sorpmálin til umræðu – opinn félagsfundur

Framsýn mun standa fyrir fundi um sorpmál á Húsavík og málefni Sorpsamlags Þingeyinga á opnum félagsfundi laugardaginn 6. desember kl. 11:00. Gestur fundarins verður Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri Norðurþings. Fundurinn er öllum opinn og verður auglýstur nánar síðar. Lesa meira

Vísismálið til umræðu í Félagsdómi

Síðasta miðvikudag fór fram  málflutningur í Félagsdómi í máli Starfsgreinasambands Íslands fh. Framsýnar gegn Vísi hf. vegna starfsmanna fyrirtækisins á Húsavík. Forsagan er sú að Vísir lokaði starfsstöð fyrirtækisins á Húsavík með mánaðar fyrirvara í vor. Uppsögnin kom til framkvæmda 1. maí. Málið er afar athyglisvert en Vísir hefur lagt mikið í vinnsluna á Húsavík á umliðnum árum. Lesa meira

Lokafundur ársins

Síðasti fundur stjórnar og trúnaðarmannaráðs Framsýnar verður haldinn 12. desember í fundarsal félagsins. Þar sem um síðasta fund ársins er um að ræða verður starfsmönnum félagsins og trúnaðarmönnum á vinnustöðum boðið að sitja fundinn auk stjórnar og trúnaðarmannaráðs. Lesa meira

Afmæli fagnað milli viðræðna

Eins og fram hefur komið standa yfir kjaraviðræður milli Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins. Um þessar mundir eru sérmál hópa innan sambandsins til umræðu s.s. starfsfólks í ferðaþjónustu, það er áður en viðræður hefjast um launaliðinn. Lesa meira

Útboð á Þeistareykjavirkjun

Í Morgunblaðinu um helgina er auglýsing frá Landsvirkjun þar sem fyrirtækið óskar eftir tilboðum í byggingu stöðvarhúss fyrirhugaðrar Þeistareykjavirkjunar. Verkið fellst í byggingu stöðvarhúss og þróa undir kæliturna. Stöðvarhúsið er um 127×43 metrar að grunnfleti, en húsið skiptist í vélaasali, tengibyggingu og þjónustukjarna auk grófvinnuverkstæðis. Lesa meira

Funduðu í kvöld með starfsmönnum Vaðlaheiðagangna

Formaður og varaformaður Framsýnar heimsóttu í kvöld starfsmenn Vaðlaheiðagangna sem jafnframt eru félagsmenn í Framsýn. Farið var lauslega yfir þeirra réttindi og skyldur og hlutverk stéttarfélaga á Íslandi en starfsmennirnir eru allir erlendir. Lesa meira

Hagsmunaaðilar komu saman

Norðurþing stóð í dag fyrir fundi með hagsmunaaðilum sem tengjast væntanlegum stór framkvæmdum á Bakka, það er heimamönnum. Meðal þeirra sem tóku þátt í fundinum voru fulltrúar frá Framsýn, Atvinnuþróunarfélagi Þingeyinga, Rauða krossinum, lögreglunni og Heilbrigðisstofnun Þingeyinga. Lesa meira

Jólakaffið góða

Hið árlega og vinsæla jólakaffi stéttarfélaganna verður í fundarsal félaganna laugardaginn 13. desember. Opið verður frá kl. 14:00 til 18:00. Boðið verður upp á kaffi og heimsins bestu tertu frá Heimabakaríi. Lesa meira

Kobbi á leið á þing

Þing Sjómannasambands Íslands verður haldið í Reykjavík 4. og 5. desember.  Framsýn á rétt á einum fulltrúa af 51 þingfulltrúa á vegum aðildarfélaga Sjómannasambandsins. Lesa meira

Fundað um sérmál Starfsgreinasambandsins í dag

Fulltrúar frá Starfsgreinasambandi Íslands og Samtökum atvinnulífsins munu funda í dag um sérmál hópa innan sambandsins. Formaður Framsýnar tekur þátt í þessari vinnu en hann fer fyrir hópi sem ber ábyrgð á veitinga- og gistihúsasamningnum og hefst fundurinn kl. 10:00 í húsnæði ríkissáttasemjara en hann fór suður í gærkvöldi. Lesa meira