Örfréttir frá Þórshöfn

Aðalfundur Iðnaðarmannadeildar Verkalýðsfélags Þórshafnar var haldinn í Hafliðabúð 26.mars. Eftirtaldir voru kjörnir í stjórn deildarinnar; Vikar Már Vífilsson formaður, Þórður Þórðarson varaformaður og Axel Jóhannesson ritari. Lesa meira

Framsýn boðar til samstöðufundar í kvöld

Framsýn, stéttarfélag boðar til félagsfundar/samstöðufundar  í kvöld, sunnudaginn 26. apríl kl. 20:00 í fundarsal félagsins. Sjá dagskrá: Lesa meira

Félagar munið samstöðufundinn í kvöld

Framsýn boðar til samstöðufundar/félagsfundar í kvöld kl. 20:00 í fundarsal félagsins. Farið verður yfir stöðu mála og næstu skref í kjaraviðræðum félagsins við viðsemjendur. Fyrir liggur tillaga um að heimla formanni að fara í viðræður við forsvarsmenn fyrirtækja á félagssvæðinu í ljósi stöðunnar þar sem allt er í hnút í kjaraviðræðum SGS og SA. Þá verður gengið frá reglum um greiðslur úr Vinnudeilusjóði félagsins til félagsmanna. Félagar fjölmennið þrátt fyrir leiðinda veður.

Glæsileg samkoma 1. maí á Húsavík

Óhætt er að segja að hátíðarhöld stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum verði glæsileg 1. maí. Ræðumenn verða formaður og varaformaður Framsýnar. Gleðigjafinn Jóhannes Kristjánsson verður með gamanmál. Snillingurinn Óskar Pétursson syngur nokkur lög auk þess sem þrjár magnaðar og landsfrægar söngkonur taka lög með Tinu Turner. Lesa meira

Óvæntur gestur kom í morgunkaffi

Í morgun þegar starfsmenn Framsýnar voru að ganga frá kröfugerð fyrir fundi með fyrirtækjum á svæðinu síðar í dag bankaði góður og óvæntur gestur á dyr, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir þingmaður Samfylkingarinnar. Að sjálfsögðu var tekin umræða um kjara- og landsmálin. Lesa meira

Baráttukveðja frá Samfylkingunni í Þingeyjarsýslu

Samfylgingin í Þingeyjarsýslum samþykkti á fundi sínum  eftirfarandi bókun er varðar stuðing Framsýnar, stéttarfélags við kr. 300.000 í lágmarkslaun. Sjá bókunina: Lesa meira

Formaður Framsýnar í viðtali á Hringbraut

Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar, var gestur Páls Magnússonar í þættinum Þjóðbraut á sjónvarpsstöðinni Hringbraut í gærkvöldi.
Hægt er að horfa á þáttinn hér
Lesa meira

„Það er komið sumar!“

Starfsmenn stéttarfélaganna sitja við skriftir í dag, það er á sumardaginn fyrsta, og hamast við að klára Fréttabréf stéttarfélaganna sem á að fara í prentun á morgun svo það komist út til lesenda upp úr helginni. Lesa meira

Atvinnurekendur krefjast viðræðna – vilja semja strax

Til stóð að fulltrúar Framsýnar hæfu viðræður við þau 12 fyrirtæki á félagssvæðinu sem þegar hafa óskað eftir viðræðum við félagið um nýjan kjarasamning eftir helgina. Vegna mikils þrýstings frá fyrirtækjunum hefur verið ákveðið að hefja viðræðurnar á laugardaginn. Lesa meira

Formaður Framsýnar í sjónvarpsþætti í kvöld

Samkvæmt heimildum heimasíðunnar verður formaður Framsýnar, Aðalsteinn Árni Baldursson, gestur Páls Magnússonar fjölmiðlamanns  á sjónvarpsstöðinni Hringbraut í kvöld. Að sjálfsögðu verða kjaramál til umræðu. Lesa meira

Er þetta skýringin á áhugaleysi SA?

Fyrir liggur að þeir sem stjórna Samtökum atvinnulífsins tengjast flestir fyrirtækjum á höfuðborgarsvæðinu. Margir velta því fyrir sér hvort það skýri áhugaleysið hjá þeim að ganga frá samningi við aðildarfélög Starfsgreinasambandsins á landsbyggðinni. Það sé ekki sami þrýstingur þrátt fyrir að félögin hafi boðað til verkfalla í næstu viku. Lesa meira

Þeir klikka ekki á Þórshöfn – verkfallsaðgerðir samþykktar samhljóða

Eins og fjallað hefur verið um voru verkfallsaðgerðir á vegum aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins samþykktar með miklum glæsibrag í nýlegri atkvæðagreiðslu. Lesa meira

Vilja semja við Framsýn

Framsýn tekur upp viðræður við fyrirtæki í byggingariðnaði, ferðaþjónustu, iðnaði og matvælaiðnaði. Vilja ganga sem fyrst frá samningum á grunni kröfugerðar félagsins. Þetta segir formaður félagsins í viðtali í Morgunblaðinu í dag. Mikið álag hefur verið á Skrifstofu stéttarfélaganna í dag ekki síst vegna áhuga fyrirtækja að semja við félagið. Sjá viðtalið: Lesa meira

Glæsileg niðurstaða – 96% félagsmanna klárir í átök

Klukkan 24:00 í gærkvöldi lauk atkvæðagreiðslu um boðun verkfalls á vegum aðildarfélaga Starfsgreinasambands þar á meðal Framsýnar. Óhætt er að segja að útkoman sé glæsileg þar sem um 96% félagsmanna Framsýnar samþykkti verkfallsboðunina varðandi þá tvo kjarasamninga sem atkvæðagreiðslan náði til. Lesa meira

Vatn rennur út úr báðum endum

Mikið af vatni hefur flætt inn í Vaðlaheiðargöng eftir að vatnsæð opnaðist í gönunum á föstudag. Vatnsflaumurinn er austanmegin í göngunum í Fnjóskadal. Æð með heitu vatni opnaðist í fyrra vestan megin í göngunum en nú er vatnið kalt og meira flæðir nú en þá. Lesa meira

Settust hjá verkalýðsleiðtogunum

Verkalýðsforingjarnir og félagarnir Aðalsteinn Á. Baldursson og Vilhjálmur Birgisson þáðu boð Samtaka atvinnulífsins og sóttu ársfund samtakana sem haldinn var í Hörpu fyrir helgina. Lesa meira

Starfsgreinasambandið í forystuhlutverki sambanda ASÍ

Það hefur verið ánægjulegt að fylgjast með samstöðunni sem ríkt hefur innan aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins í þeim kjaraviðræðum sem staðið hafa yfir undanfarna mánuði. Lesa meira

Komu víða við

Formaður og varaformaður Framsýnar komu víða við í vinnustaðaheimsóknum fyrir helgina. Þau áttu erindi til Akureyrar og notuðu tækifærið og heilsuðu upp á Ragnar og samstarfsmenn í JMJ sem er með betri fataverslunum landsins. Fulltrúum Framsýnar var vel tekið og boðið upp á kaffi, konfekt og fleiri góðar veitingar. Lesa meira

Aðalfundur Framsýnar

Aðalfundur Framsýnar verður haldinn þriðjudaginn 19. maí 2015 í fundarsal félagsins. Fundurinn hefst kl. 20:00. Boðið verður upp á kaffi og meðlæti auk þess sem fundarmenn fá glaðning frá félaginu: Sjá dagskrá fundarins: Lesa meira

Greiðum atkvæði strax

Það er gríðarlega mikilvægt að félagsmenn Framsýnar sem fengið hafa kjörgögn í hendur greiði atkvæði um boðun verkfalls. Rafræn atkvæðagreiðsla stendur yfir til kl. 24:00 mánudaginn 20. apríl. Lesa meira