Samið við Keahótel ehf

Stéttarfélögin hafa gengið frá áframhaldandi samningi við Keahótel um sérstök afsláttarkjör fyrir félagsmanna til viðbótar niðurgreiðslum frá félögunum. Hótelin sem verða í boði eru; Hótel Kea og Hótel Norðurland á Akureyri og Reykjavík Lights í Reykjavík. Stéttarfélögin hafa ekki áður boðið félagsmönnum upp á gistingu á Reykjavík Lights. Lesa meira

Samhent fjölskylda

Eins og fram hefur komið eru göngur og réttir í fullum gangi í Þingeyjarsýslum. En það eru ekki bara bændur sem standa vaktina. Hér má sjá hjónin Róbert Skarphéðinsson og Ágústu Pálsdóttur sem fönguðu lamb eftir töluverðan eltingaleik við Orkustöðina á Húsavík ásamt dóttir þeirra sem ber nafnið Jana Björg Róbertsdóttir. Lambið reyndist vera úr Laxamýri. Lesa meira

Bændur í Aðaldal sælir og glaðir

Það var mikil stemning í Hraunsrétt í gær þegar bændur í Aðaldal réttuðu í yndislegu veðri. Sjá myndir: Lesa meira

Viðræður við Keahótel

Stéttarfélögin eiga í viðræðum við Keahótel um endurnýjun á samningi félaganna og hótelkeðjunar um afsláttarkjör fyrir félagsmenn sem gista á hótelum á þeirra vegum á Akureyri og í Reykjavík. Reiknað er með að samningar takist, jafnvel, síðar í dag. Frekari fréttir koma um leið og samningar hafa tekist.

Myndbrot um mannlífið á Húsavík

Hér má sjá myndbrot frá göngum og réttum sem fram fóru um helgina er frístundabændur og búalið á Húsavík gengu á fjöll og smöluðu fé úr afrétti Húsvíkinga. Þeir bræður Rafnar Orri og Harry Bjarki Gunnarssynir vinna nú að gerð heimildarmyndar um samfélagið á Húsavík þar sem komið verður inn á atvinnumál, menningu, íþróttir og mannlíf á svæðinu.  Þeir gengu á fjöll um helgina og mynduðu frístundabændur á Húsavík við sín störf sem fylgja haustinu, það er göngur og réttir. Um er að ræða dýrmæta heimild sem á eftir að lifa lengi.

Formannafundi SGS lokið

Formenn og varaformenn aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins hittust á tveggja daga fundi á Ísafirði dagana 9. og 10. september. Til umfjöllunar voru hefðbundin mál  og dagskrá vetrarins en auk þess var sérstaklega fjallað um vinnustaðaeftirlit og mansal á vinnumarkaði. Lesa meira

Beðið eftir fundi með ráðherra

Félags- og húsnæðismálaráðherra, Eygló Harðardóttir, hefur ekki svarað bréfi Framsýnar um ósk um fund vegna lokunar Vinnumálastofnunnar á Húsavík þann 1. desember nk. Félagið ítrekaði beiðni félagsins í dag auk þess sem formlega var óskað eftir fundi með forstjóra Vinnumálastofnunnar um málið.

Frábær ferð til Færeyja

Félagsmenn stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum sem fóru í haustferð félaganna til Færeyja eru  himinlifandi yfir ferðinni og móttökunum í Færeyjum. Fararstjórar voru Sveinn Sigurhjartarson og Aðalsteinn Á. Baldursson. Lesa meira

Vísindamenn heilsuðu upp á formann Framsýnar

Tveir vísindamenn, sjávarvistfræðingur og mannfræðingur, frá háskólanum í A Coruna í Galísíu á Norður-Spáni komu til Húsavíkur í gær til að hitta formann Framsýnar, Aðalstein Á. Baldursson. Með þeim í för var Níels Einarsson forstöðumaður stofnunar Vilhjálms Stefánssonar á Akureyri. Lesa meira

Stjórn og trúnaðarmannaráð fundar

Stjórn og trúnaðarmannaráð Framsýnar kemur saman til fundar fimmtudaginn 18. september kl. 17:00 í fundarsal félagsins. Gestur fundarins verður Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ. Dagskrá fundarins er eftirfarandi: Lesa meira