Vinnumálastofnun lokar á Húsavík – óskiljanleg vinnubrögð

Stjórn og trúnaðarmannaráð Framsýnar samþykkti að senda frá sér ályktun í dag vegna ákvörðunar Vinnumálastofnunar um að loka þjónustuskrifstofu stofnunarinnar á Húsavík þann 1. desember nk. Starfsmanni Vinnumálastofnunar var sagt upp í dag en hann hefur verið í 40% starfi. Lesa meira

Vertu með í mótun kröfugerðar!

Framsýn hefur hafið mótun kröfugerðar vegna komandi kjaraviðræðna við Samtök atvinnulífsins. Skorað er á félagsmenn að koma ábendingum á framfæri við félagið er varðar þeirra kjör og önnur réttindi í kjarasamningum sem þeir telja að eigi heima inn í kröfugerðinni. Skilafrestur er til 22. september á netfangið kuti@framsyn.is. Lesa meira

Söfnunin gekk afar vel

Fjölmargir brugðust við ákalli um að gefa föt í söfnunn til handa börnum í Grænlandi. Söfnunin fór fram í gær og bauðst fólki að koma með fötin á Skrifstofu stéttarfélaganna. Lesa meira

Formenn hafa áhyggjur af ferðaþjónustunni

Fram kom í máli margra formanna sem sátu samninganefndarfund hjá Starfsgreinasambandinu á fimmtudaginn var, að ástandið í kjaramálum fólks sem starfar innan ferðaþjónustunnar hefur aldrei verið jafn slæmt. Lesa meira

Framsýnarskákmótinu lokið

Skákfélagið Huginn stóð fyrir öflugu skákmóti um helgina á Húsavík sem nefnist Framsýnarskákmótið en stéttarfélagið Framsýn er styrktaraðili mótsins. Lesa meira

Samstaða innan SGS – viðræður við SA framundan

Aðildarfélög Starfsgreinasambands Íslands funduðu í Reykjavík í gær, það er fyrir utan þau þrjú félög sem mynda Flóabandalagið. Á fundinum var farið yfir kjaramál og áherslur félaganna í komandi kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins. Lesa meira

Fötum og skóm safnað fyrir börn í afskekktasta þorpi Grænlands

Liðsmenn Skákfélagsins Hróksins hafa sett að af stað söfnun á fötum og skófatnaði fyrir börn og ungmenni í Ittoqqortoormiit, í samráði við skólastjórnendur og aðra vini í þessu litla grænlenska þorpi. Lesa meira

Fæðingastyrkir áberandi

Stjórn Sjúkrasjóðs Framsýnar kom saman til fundar í dag til að taka fyrir og úthluta styrkjum til félagsmanna sem sótt höfðu um greiðslur úr sjóðnum. Teknar voru fyrir umsóknir um almenna styrki, sjúkradagpeninga og fæðingarstyrki. Samtals var úthlutað tæpum 3 milljónum til félagsmanna í styrki vegna ágúst mánaðar. Lesa meira

Efla þarf verslun í Mývatnssveit

Eins og lesendur heimasíðunnar hafa orðið varir við hafa fulltrúar Framsýnar verið mikið á ferðinni í sumar m.a. í Mývatnssveit. Þar er ferðaþjónustan í miklum blóma og hugur er í forsvarsmönnum fyrirtækjanna að gera enn betur við þá gesti sem heimsækja sveitina fögru. Lesa meira

Gott atvinnuástand

Skráð atvinnuleysi á landinu öllu var 3,1% í júlí, en að meðaltali voru 5.583 atvinnulausir í mánuðinum samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun. Á Norðurlandi eystra voru samtals 418 á skrá í lok júlí sem gerir um 2,3% atvinnuleysi. Lesa meira