Framsýn hefur áhyggjur af öryggismálum í fiskvinnslu

Í ljósi úttektar Vinnueftirlitsins á öryggismálum í fiskvinnslu hefur stéttarfélagið Framsýn samþykkt að senda frá sér svohljóðandi ályktun: Lesa meira

Yfirlýsing frá Starfsgreinasambandi Íslands vegna úrskurðar félagsdóms

Samninganefnd Starfsgreinasambands Íslands (SGS) lýsir miklum vonbrigðum með nýfallinn dóm félagsdóms í máli Rafiðnaðarsambandsins vegna tæknimanna hjá RÚV en Samtök atvinnulífsins (SA) höfðu efast um lögmæti verkfallsaðgerða tæknimannanna. Dómurinn kemst að þeirri niðurstöðu að óheimilt hafi verið að telja atkvæði vegna verkfallsboðunar margra stéttarfélaga í einu lagi, jafnvel þó að um sameiginlegar aðgerðir sé að ræða. Lesa meira

Iðnaðarmenn funda

Stjórn Þingiðnar kom saman til að ræða málefni félagsins og stöðuna í kjaramálum. Ljóst er að væntingar iðnaðarmanna eru miklar en þeir hafa krafist að laun þeirra hækki verulega. Megin áherslurnar eru: Lesa meira

Stöðugur straumur í Framsýn

Mikill áhugi er fyrir inngöngu í Framsýn og daglega berast inngöngubeiðnir í félagið frá verkafólki. Til að teljast fullgildur félagi í Framsýn þurfa menn að ganga formlega í félagið með því að undirrita beiðni þess efnis sem hægt er að nálgast á skrifstofunni eða inn á heimasíðu stéttarfélaganna. Lesa meira

Formaður í viðtali á Bylgjunni

Formaður Framsýnar, Aðalsteinn Á. Baldursson, var í útvarpsþætti á Bylgjunni í gær um kjaramál. Hér má hlusta á viðtalið:

http://www.visir.is/section/MEDIA98&fileid=CLP34787

Samninganefnd SGS boðuð til fundar í dag

Samninganefnd Starfsgreinasambands Íslands hefur verið boðuð til fundar í dag kl. 13:00. Tilgangur fundarins er að fara yfir stöðuna í kjaramálum og niðurstöðu Félagsdóms sem dæmdi boðun verkfalls félagsmanna Rafiðnaðarsambands Íslands í störfum hjá RÚV ólögmæta. Lesa meira

Heimasíðan mikið skoðuð

Ljóst er að fjölmargir fylgjast með umræðunni á heimasíðu stéttarfélaganna, www.framsyn.is. Síðustu daga hafa rúmlega þúsund manns heimsótt heimasíðuna, þar af eru 45% nýir lesendur sem staðfestir að heimasíðan er í stöðugri sókn. Lesa meira

Drogi Czlonku zwiazku!

W tym liscie, zachęcam Cie do głosowania do proklamowania strajku. Powinieneś otrzymac materiały wyborcze z Starfsgreinasamband Island, którego Framsýn jest czlonkiem. Lesa meira

Áhugalausir SA menn – fundað í dag

Ríkissáttasemjari boðaði til fundar í dag með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins og Starfsgreinasambands Íslands. Skemmst er frá því að segja að lítið nýtt kom fram á fundinum enda halda forsvarsmenn Samtaka atvinnulífsins sig við gömlu tugguna um að ekkert svigrúm sé til hækkana hjá verkafólki sem er með rúmlega tvöhundruð þúsund krónur á mánuði. Lesa meira

Dear Union Member!

By writing this I would like to encourage you to vote „Yes“ to the proposed strike. You should have received ballot materials from the Federation of General and Special workers in Iceland(SGS) that Framsýn-union is a member of. Lesa meira

Opið bréf formanns Framsýnar til félagsmanna – greiðum atkvæði með boðun verkfalls

Í bréfi formanns Framsýnar til félagsmanna í dag skorar hann á félagsmenn að greiða atkvæði með boðun verfalls þar sem Samtök atvinnulífsins hafna alfarið  kröfugerð Starfsgreinasambands Íslands um hækkun lægstu launa  sem Framsýn á aðild að. Lesa meira

Atkvæðagreiðsla hafin

Á slaginu 08:00 í morgun hófst rafræn atkvæðagreiðsla 16 aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins um heimild til verkfallsboðunar vegna félagsmanna sem starfa eftir kjarasamningi við Samtök atvinnulífsins. Lesa meira

Ber nafnið Framsýn enda með mikla forystuhæfileika

Heimasíðu stéttarfélaganna leiðist ekki að birta jákvæðar fréttir í bland við alvarlegar fréttir. Fyrir helgina fjölluðu fjölmiðlar um ályktun Framsýnar um kjaramál sem vakti töluverða athygli. Lesa meira

Vilja gott samstarf við heimamenn

Fjölmenni var á kynningarfundi verktakafyrirtækisins LNS Saga í morgun sem er íslenskt fyrirtæki en móðurfyrirtækið er til heimilis í Noregi. Fyrirtækið stóð fyrir fundi um væntanlega uppbyggingu Landsvirkjunar á Þeistareykjum á næstu árum. Fundurinn var haldinn í samstarfi við Framsýn. Lesa meira

Netin komin upp á bryggju eftir góða vertíð

Aflaskipið Geir ÞH 150 kom til heimahafnar á Þórshöfn í vikunni eftir góða vertíð. Geir ÞH hefur verið við netaveiðar í Breiðafirði í vetur og fiskað vel enda þekkt aflaskip. Lesa meira

Munið fundinn með forsvarsmönnum LNS Sögu á morgun, laugardag

Miklar framkvæmdir eru fyrirhugaðir á Þeistareykjum á næstu árum. LNS Saga sem er verktaki við byggingu Þeistareykjavirkjunar fyrir Landsvirkjun hefur áhuga á að komast í kynni við ýmsa þjónustuaðila á Norðausturlandi með hugsanlegt samstarf í huga. Lesa meira

Framsýn fundaði með forsvarsmönnum LNS Sögu

Forsvarsmenn Framsýnar áttu vinsamlegan fund með forsvarsmönnum verktakanum LNS Sögu í dag sem eru að hefja framkvæmdir við byggingu Þeistareykjavirkjunar. Verkinu á að vera lokið haustið 2017. Lesa meira

Atvinnulífið lamaðist víða í dag

Það var víða mikill spenningur í loftinu í morgun þegar fjöldi fólks fylgdist með sól¬myrkv¬an¬um víða um land. Starfsmenn G-26 gerðu smá hlé á daglegum störfum til að fylgjast með myrkvanum. Sjá myndir: Lesa meira

VÞ fundaði í hádeginu í dag

Stjórn og trúnaðarmannaráð Verkalýðsfélags Þórshafnar samþykkti á fundi sínum í dag að senda frá sér skýr skilaboð vegna stöðunnar í kjaramálum. Félagið tekur heilshugar undir ályktun Framsýnar, stéttarfélags um mikilvægi samstöðunnar og að verkafólk samþykki verkfallsboðun í atkvæðagreiðslu sem hefst á mánudaginn. Lesa meira

Greiðum atkvæði

Formaður Framsýnar skrifar grein um kjaramál í Skarp í dag. Hér má lesa greinina. Lesa meira