Húsavík lifandi um páskana

Ekki er annað vitað en að páskahátíðin hafi farið vel fram á Húsavík og menn hafi notið útiverunnar í botn.  Töluvert var um viðburði á s.s. leiksýningar á vegum Leikfélags Húsavíkur,  gönguskíðamót, dansleikir og þá var listamaðurinn Kári Sigurðsson með málverkasýningu í Safnahúsinu sem reyndar stendur yfir fram eftir þessari viku. Lesa meira

Opinn áhugaverður fundur á morgun, miðvikudag

Eins og fram hefur komið á heimasíðunni þá stendur Framsýn fyrir opnum fundi um neysluviðmið á Íslandi. Fundurinn verður haldinn á morgun,miðvikudag 23. apríl  í fundarsal stéttarfélaganna að Garðarsbraut 26. Fundurinn hefst kl. 20:00. Gestur fundarins verður Sigríður Jónsdóttir sérfræðingur hjá Velferðarráðuneytinu. Lesa meira

Mögnuð hátíð framundan 1. maí

Stéttarfélögin í Þingeyjarsýslum standa fyrir veglegri hátíðardagskrá í Íþróttahöllinni á Húsavík 1. maí 2014 kl. 14:00. Að venju er reiknað með fullu húsi enda dagskráin við allra hæfi. Sjá dagskrána: Lesa meira

Fulltrúar á ársfund Stapa – vilt þú vera fulltrúi?

Félagsmenn Framsýnar sem hafa áhuga á að vera fulltrúar félagsins á ársfundi Lífeyrissjóðsins Stapa sem fram fer í Hofi á Akureyri 21. maí eru vinsamlegast beðnir um að setja sig í samband við Skrifstofu stéttarfélaganna fyrir 10. maí. Lesa meira

Byggðastofnun vill aukinn réttindi launafólks á dreifðum svæðum

Í nýlegu erindi forstjóra Byggðastofnunar til Starfsgreinasambands Íslands og annarra tengdra aðila er kynnt að stofnunin hafi komið að nokkrum byggðaþróunarverkefnum, m.a. á Raufarhöfn. Lesa meira

Orð skulu standa Vísismenn!!

Málefni starfsmanna Vísis hf. á Húsavík voru til umræðu á stjórnarfundi Framsýnar í gærkvöldi. Samþykkt var að álykta um stöðu mála en flest bendir til þess að fyrirtækið loki starfsstöð fyrirtækisins á Húsavík um næstu mánaðamót með tilheyrandi afleiðingum fyrir starfsmenn og samfélagið við Skjálfanda. Sjá ályktun: Lesa meira

Gjaldtöku hafnað á náttúruperlur

Starfsgreinasamband Íslands sendi nýlega frá sér tvær áhugaverðar ályktanir í kjölfar formannafundar sambandsins í lok mars. Fundurinn hafnar gjaldtöku við náttúruperlur og lýsir yfir miklum áhyggjum af þeim aðstöðumun sem fólk býr við sem á langt að sækja grunnþjónustu. Lesa meira

Opin fundur um neysluviðmið

Framsýn stendur fyrir opnum fundi um neysluviðmið á Íslandi. Fundurinn verður haldinn miðvikudaginn 23. apríl  í fundarsal stéttarfélaganna að Garðarsbraut 26. Fundurinn hefst kl. 20:00. Gestur fundarins verður Sigríður Jónsdóttir sérfræðingur hjá Velferðarráðuneytinu.  Lesa meira

Ársfundur Virk 2014 í Þingeyjarsýslum

Mánudaginn 7. apríl s.l. var haldinn á Húsavík, aðal- og kynningarfundur fyrir Virk – starfsendurhæfingarsjóð í Þingeyjarsýslu. Lesa meira

Landsmót UMFÍ 50+ haldið á Húsavík

Landsmót UMFÍ 50+ er blanda af skemmtun og keppni. Fjölmargar keppnisgreinar eru í boði sem og önnur afþreying um mótshelgina og því ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi, ýmist til að keppa, fylgjast með eða forvitnast! Lesa meira