Eftirlit um Þeistareykjasvæðið

Fulltrúar Framsýnar og Þingiðnar fóru í eftirlitsferð um Þeistareykjasvæðið í gær. Framkvæmdir ganga vel og voru menn nokkuð ánægðir með gang mál og veðrið að sjálfsögðu sem hjálpað hefur verulega til í haust en menn búast við veðurbreytinum á næstunni og eru menn því að keppast við að gera sem mest áður en stöðva þarf framkvæmdir vegna veðurs og ófærðar. Sjá myndir úr heimsókninni: Lesa meira

Hafa ekki gert upp við starfsmenn

Á síðasta ári höfðaði Starfsgreinasamband Íslands fh. Framsýnar mál í Félagsdómi gegn Vísi hf. þar sem félagið taldi að fyrirtækið hefði brotið á starfsmönum við flutning á starfsemi þess frá Húsavík til Grindavíkur. Lesa meira

Unnið að lausn mála

Framsýn hefur undanfarið unnið að því að finna lausn á nokkrum málum sem hafa komið upp á félagssvæðinu og varða undirboð fyrirtækja. Um er að ræða fyrirtæki sem reyna að sniðganga íslenska kjarasamninga og greiða starfsmönnum laun fyrir neðan lágmarkskjör. Lesa meira

Framsýn gengur frá kjarasamningi við ríkið

Samninganefndir Starfsgreinasambandsins og Flóabandalagsins undirrituðu samning við samninganefnd ríkisins í dag (7. október 2015), vegna starfsfólks aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins hjá ríkisstofnunum. Framsýn á aðild að samningnum í gegnum SGS. Samningurinn er á svipuðum nótum og samið var um á almennum markaði í vor og gildir hann frá 1. maí síðastliðnum. Lesa meira

Beint flug frá Egilsstöðum

Beint flug milli Egilsstaða og Gatwick hefst næsta sumar. Flogið verður tvisvar í viku á milli áfangastaðanna en það er breska ferðaskrifstofan Discover the World sem skipuleggur flugið. Lesa meira

Morgunverðarfundur með fulltrúum ASÍ

Þrír góðir gestir frá Alþýðusambandi Íslands komu í heimsókn á Skrifstofu stéttarfélaganna í morgun til að ræða við starfsmenn og forsvarsmenn Framsýnar um verkalýðsmál, starfsmenntamál og önnur málefni er varða starfsemi stéttarfélaga. Fundurinn var að sjálfsögðu vinsamlegur og fjörugar umræður urðu um málefni fundarins. Lesa meira

Fjölmenni á Hrútadegi á Raufarhöfn

Hinn árlegi Hrútadagur var haldinn hátíðlegur á Raufarhöfn síðasta laugardag. Mikið fjölmenni var saman komið til að taka þátt í deginum sem kom víða að, það er úr flestum landshlutum. Gestum var boðið upp á þétta dagskrá allan daginn og reyndar vel fram á kvöldið. Mikil spenna var í loftinu þegar fallegustu hrútarnir voru boðnir upp en uppboðið hófst kl. 17:00. Lesa meira

Ósk Helga nýr formaður AN

Tæplega 90 fulltrúar, frá öllum stéttarfélögum á Norðurlandi sátu 34. þing Alþýðusambands Norðurlands sem fram fór á Illugastöðum í Fnjóskadal um helgina. Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, mætti á þingið og hélt góðan fyrirlestur um stöðuna í húsnæðismálum. Lesa meira

Sveitarfélögin óánægð með afturvirkni starfsmatsins

Starfsmat sveitarfélaga var til umræðu á fjármálaráðstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga og var afturvirkni þess gagnrýnd harðlega. Í samningunum 2008 var ákveðið að þróa starfsmatskerfið áfram og hefur verið unnið að endurskoðun þess síðan 2012. Lesa meira

Gífuryrði án innistæðu

Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ) sendu frá sér fréttatilkynningu í dag, 29. september, vegna verðkönnunar sem verðlagseftirlit ASÍ sendi frá sér í gær. Lesa meira

Bað um góðar kveðjur til Íslands

Ríkistjórn Finnlands hefur boðað verulegar skerðingar á greiðslum og réttindum fólks á vinnumarkaði í Finnlandi. Mótmæli hafa verið í landinu vegna þessa og hafa verkalýðsfélögin staðið fyrir aðgerðum til að koma í veg fyrir skerðingarnar sem koma sérstaklega illa við við fólk með litlar tekjur, þar á meðal SEL sem stendur fyrir samband verkafólks í matvælaiðnaði í Finnlandi. Lesa meira

Lærdómsrík ferð til Finnlands

Félagar úr stjórn og trúnaðarmannaráði Framsýnar gerðu sér ferð til Finnlands fyrir helgina ásamt starfsmönnum stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum. Tilgangur ferðarinnar, sem var náms og kynnisferð, var að fræðast um verkalýðs- og efnahagsmál í Finnlandi og starfsemi sendiráðs Íslands í landinu. Lesa meira

Viltu komast á þing?

Þing Alþýðusambands Norðurlands verður haldið að Illugastöðum í Fnjóskadal 2.-3. október 2015 (föstudag til laugardags). Ef þú hefur áhuga fyrir því að komast á þingið og ert fullgildur félagsmaður í Framsýn er þér velkomið að gefa kost á þér sem fulltrúi félagsins. Lesa meira

Samið við Landsvirkjun

Starfsgreinasambandið sem Framsýn á aðild að hefur undirritað nýjan kjarasamning við Landsvirkjun sem gildir frá 1. mars síðastliðnum til ársloka 2018. Samningurinn gildir fyrir sumarstarfsfólk í dreifikerfum og á aflstöðvum Landsvirkjunar svo og matráða, ræstingafólk, bílstjóra og tækjamenn á aflstöðvum. Lesa meira

Ein fegursta sveit landsins heimsótt

Starfsmannafélagið G-26 stóð fyrir skemmtiferð í Öxarfjörðinn á föstudaginn. Að félaginu standa starfsmenn þeirra félagasamtaka og fyrirtækja sem starfa í húsnæði stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum að Garðarsbraut 26 á Húsavík. Lesa meira

Lokað á fimmtudag og föstudag

Eins og fram hefur komið í auglýsingum verður Skrifstofa stéttarfélaganna lokuð á fimmtudag og föstudag í þessari viku vegna náms og kynnisferðar starfsmanna stéttarfélaganna. Beðist er velvirðingar á því.

Svindlað á starfsfólki

Skrifstofa stéttarfélaganna á Húsavík hefur fengið nokkur óvenju ljót mál inn á borð til sín síðustu vikurnar þar sem brotið er mjög alvarlega á réttindum og kjörum starfsmanna. Brotin eru aðallega bundinn erlendum starfsmönnum. Lesa meira

Skráð atvinnuleysi 2,6%

Skráð atvinnuleysi í ágúst á landsvísu var 2,6%, en að meðaltali voru 4.497 atvinnulausir í ágúst og fækkaði atvinnulausum um 181 að meðaltali frá júlí. Á Norðurlandi eystra voru 368 atvinnulausir í lok mánaðarins, þar af 137 karlar og 231 konur. Flestir voru atvinnulausir í Akureyrarkaupstað eða 230. Lesa meira

Spjallað um málefni starfsmanna

Starfsmannastjóri Jarðborana hf., Torfi Pálsson, átti óformlegan fund með fulltrúum Framsýnar fyrir helgina. Torfi var á ferðinni á Húsavík og óskaði eftir spjalli um málefni starfsmanna en fyrirtækið hefur verið með verkefni við borun í Kröflu auk þess sem ekki er ólíklegt að fyrirtækið komi að fleiri verkefnum við borun í Þingeyjarsýslum á allra næstu árum enda semjist um það milli verkkaupa og verksala. Lesa meira

Hugað að fræðslu

Fulltrúar frá Þekkingarneti Þingeyinga og Framsýn gerðu sér ferð upp á Þeistareyki til að funda með talsmönnum LNS Saga og Landsvirkjunar á svæðinu. Tilefni ferðarinnar var að gera forsvarsmönnunum grein fyrir starfsemi Þekkingarnetsins og kanna möguleikana á samstarfi um starfsmenntun og aðra fræðslu. Lesa meira