Mögnuð hátíð framundan 1. maí

Stéttarfélögin í Þingeyjarsýslum standa fyrir veglegri hátíðardagskrá í Íþróttahöllinni á Húsavík 1. maí 2014 kl. 14:00. Að venju er reiknað með fullu húsi enda dagskráin við allra hæfi. Sjá dagskrána: Lesa meira

Fulltrúar á ársfund Stapa – vilt þú vera fulltrúi?

Félagsmenn Framsýnar sem hafa áhuga á að vera fulltrúar félagsins á ársfundi Lífeyrissjóðsins Stapa sem fram fer í Hofi á Akureyri 21. maí eru vinsamlegast beðnir um að setja sig í samband við Skrifstofu stéttarfélaganna fyrir 10. maí. Lesa meira

Byggðastofnun vill aukinn réttindi launafólks á dreifðum svæðum

Í nýlegu erindi forstjóra Byggðastofnunar til Starfsgreinasambands Íslands og annarra tengdra aðila er kynnt að stofnunin hafi komið að nokkrum byggðaþróunarverkefnum, m.a. á Raufarhöfn. Lesa meira

Orð skulu standa Vísismenn!!

Málefni starfsmanna Vísis hf. á Húsavík voru til umræðu á stjórnarfundi Framsýnar í gærkvöldi. Samþykkt var að álykta um stöðu mála en flest bendir til þess að fyrirtækið loki starfsstöð fyrirtækisins á Húsavík um næstu mánaðamót með tilheyrandi afleiðingum fyrir starfsmenn og samfélagið við Skjálfanda. Sjá ályktun: Lesa meira

Gjaldtöku hafnað á náttúruperlur

Starfsgreinasamband Íslands sendi nýlega frá sér tvær áhugaverðar ályktanir í kjölfar formannafundar sambandsins í lok mars. Fundurinn hafnar gjaldtöku við náttúruperlur og lýsir yfir miklum áhyggjum af þeim aðstöðumun sem fólk býr við sem á langt að sækja grunnþjónustu. Lesa meira

Opin fundur um neysluviðmið

Framsýn stendur fyrir opnum fundi um neysluviðmið á Íslandi. Fundurinn verður haldinn miðvikudaginn 23. apríl  í fundarsal stéttarfélaganna að Garðarsbraut 26. Fundurinn hefst kl. 20:00. Gestur fundarins verður Sigríður Jónsdóttir sérfræðingur hjá Velferðarráðuneytinu.  Lesa meira

Ársfundur Virk 2014 í Þingeyjarsýslum

Mánudaginn 7. apríl s.l. var haldinn á Húsavík, aðal- og kynningarfundur fyrir Virk – starfsendurhæfingarsjóð í Þingeyjarsýslu. Lesa meira

Landsmót UMFÍ 50+ haldið á Húsavík

Landsmót UMFÍ 50+ er blanda af skemmtun og keppni. Fjölmargar keppnisgreinar eru í boði sem og önnur afþreying um mótshelgina og því ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi, ýmist til að keppa, fylgjast með eða forvitnast! Lesa meira

Vertíðin að hefjast

Það eru mörg verkin sem þarf að vinna áður en hvalaskoðunarvertíðin hefst að fullu í sumar. Tíminn hefur meðal annars verið notaður til að mála og laga hvalaskoðunarbátana.  Hvalaskoðunarfyrirtækin eru bjartsýn á sumarið. Lesa meira

Færeyjaferð

Vegna forfalla eru örfá sæti laus í Færeyjaferð stéttarfélaganna í haust. Frekari upplýsingar er hægt að fá á Skrifstofu stéttarfélaganna. Verðið er aðeins kr. 95.000,-.  Lesa meira