Taka á móti gestum með jólabrosi

Þessar ungu og hressu stúlkur starfa á veitingastaðnum Sölku á Húsavík. Ljósmyndari heimasíðunnar kom aðeins við á Sölku og þar var allt fullt af gestum og því mikið að gera hjá starfsmönnum. Hér eru þær Eygló Dögg Hjaltadóttir og Elfa Björk Víðisdóttir sem tóku brosandi á móti gestum á aðventunni. Lesa meira

Jólakveðja frá starfsmönnum stéttarfélaganna

Starfsmenn stéttarfélaganna fóru í hljóðver og tóku upp jólalag. Ekki er ólíklegt að flutningurinn á laginu verði til þess að lagið nái inn á allar helstu sjónvarps- og útvarpsstöðvar heimsins. Annars, Gleðileg jól og farsælt komandi ár.

Tæplega 100 einstaklingar skráðir atvinnulausir í Þingeyjarsýslum

Samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun var skráð atvinnuleysi á Íslandi í nóvember 3,3% en að meðaltali voru 5.430 atvinnulausir í nóvember og fjölgaði um 213 milli mánaða. Lesa meira

Jóla og nýárskveðja frá fyrirtækjum og félagasamtökum

Hér má sjá myndband með kveðju frá fyrirtækjum og félagasamtökum á Húsavík sem bræðurnir Rafnar Orri og Harry Bjarki Gunnarssynir tóku saman.

Ilmandi skötulykt

GPG-Fiskverkun á Húsavík bauð starfsmönnum, völdum gestum og viðskiptavinum í skötuveislu í hádeginu í dag. Skatan og meðlætið bragðaðist afar vel og voru helstu matgæðingar á því að verkunin í ár væri með besta móti. Lesa meira

Gjöf til bókasafnsins á Þórshöfn

Sparisjóður Norðurlands og Verkalýðsfélag Þórshafnar tóku höndum saman og studdu myndarlega við lestrarhesta í byggðinni. Lesa meira

Stjórn í jólaskapi

Stjórn Þingiðnar kom saman til fundar í gær. Tekin voru fyrir nokkur mál s.s. málefni Lsj. Stapa, tvö erindi frá ASÍ, ákvörðun Vinnumálastofnunar um að loka þjónustuskrifstofu stofnunarinnar á Húsavík og þá var samþykkt að styrkja velferðarverkefni á félagssvæðinu. Þar með lauk góðu ári í starfi félagsins. Lesa meira

Vísir hf. tapaði máli í Félagsdómi

Félagsdómur hefur kveðið upp dóm í máli Alþýðusambandsins, f.h. SGS vegna Framsýnar stéttarfélags gegn Samtökum atvinnulífsins vegna Vísis hf. Lesa meira

Samanburður milli ára – konfekt og kaffi hækka um tugi prósenta

Verð á jólamat hefur hækkað nokkuð í verði síðan í desember 2013 í flestum verslunum. Þó má finn all nokkur dæmi um verðlækkanir. Verslanirnar Bónus, Víðir og Samkaup-Úrval hafa frekar lækkað verð en hækkað. Lesa meira

Þingiðn fundar á morgun

Stjórn Þingiðnar mun koma saman til síðasta fundar ársins á morgun. Mörg mál eru á dagskrá fundarins. Sjá dagskrá: Lesa meira