Aðalfundur Deildar verslunar- og skrifstofufólks innan Framsýnar

Aðalfundur Deildar verslunar- og skrifstofufólks innan Framsýnar verður haldinn í fundarsal stéttarfélaganna að Garðarsbraut 26, fimmtudagskvöldið 29. janúar nk. og hefst hann kl. 20:00. Lesa meira

Ánægð með samstöðuna innan SGS

Stjórn og trúnaðarmannaráð Framsýnar kom saman til fundar í dag. Að venju voru mörg mál á dagskrá fundarins. Miklar umræður urðu um kröfugerð Starfsgreinasambandsins sem fundarmenn voru ánægðir með enda í takt við framlagðar kröfur Framsýnar. Lesa meira

Páskaúthlutun 2015

Félagsmenn stéttarfélaganna sem ætla að sækja um Páskaúthlutun í íbúðum stéttarfélaganna í Kópavogi/Reykjavík og/eða í orlofshúsi stéttarfélaganna á Illugastöðum eru beðnir um að gera það fyrir 10. febrúar. Lesa meira

Kröfugerð SGS lögð fram

Samninganefnd Starfsgreinasambands Íslands (SGS) afhenti Samtökum atvinnulífsins í gær kröfugerð sína vegna komandi kjarasamninga. Kröfurnar mótuðust á fundum í verkalýðsfélögum og á vinnustöðum um land allt og með hliðsjón af niðurstöðu viðhorfskannana. Lesa meira

Þorrablót Raufarhafnar 2015

Þorrablót Raufarhafnar verður haldið í Félagsheimilinu Hnitbjörgum þann 7. febrúar n.k. Forsala miða verður í Hnitbjörgum sama dag frá kl. 12:00 – 13:00 og er miðaverð 4.000 krónur. Lesa meira

50 þúsund króna skattleysi vegna líkamsræktar, sjúkraþjálfunar og annarrar endurhæfingar.

Rétt er að vekja athygli félagsmanna stéttarfélaganna á því að 55.000 króna skattleysi er vegna líkamsræktar, sjúkraþjálfunar og annarar endurhæfingar. Töluvert er um að félagsmenn fái styrki úr sjúkra- og styrktarsjóðum félaganna og því gott að vita af þessari reglu. Sjá frekar: Lesa meira

Landinn fjallar um flugsamgöngur

Samkvæmt kynningarstefi  á RÚV mun Landinn fjalla um flugsamgöngur á Íslandi  í þætti kvöldsins. Eins og kunnugt er, er sjónvarpsþátturinn Landinn sýndur á RÚV á sunnudagskvöldum og er einn vinsælasti sjónvarpsþátturinn á Íslandi. Lesa meira

Mikill einhugur á fundi samninganefndar SGS – kröfugerð samþykkt

Það er óhætt að segja að það hafi verið mikill einhugur á fundi samninganefndar Starfsgreinasambands Íslands í Reykjavík í gær. Innan sambandsins eru 19 stéttarfélög. Að kröfugerðinni standa 16 aðildarfélög sambandsins þar sem svokölluð Flóabandalagsfélög (félögin á höfuðborgarsvæðinu innan SGS) standa sér. Lesa meira

Stjórn og trúnaðarmannaráð Framsýnar fundar um kjaramál

Áríðandi fundur í stjórn og trúnaðarmannaráði Framsýnar verður haldinn þriðjudaginn 27. janúar kl. 17:00 í fundarsal stéttarfélaganna. Aðalumræðuefni fundarins verður kröfugerð Starfsgreinasambands Íslands sem kynnt verður Samtökum atvinnulífsins næstkomandi mánudag. Lesa meira

Móta kröfugerð

Samninganefnd Starfsgreinasambands Íslands sem skipuð er formönnum aðildarfélaga sambandsins mun koma saman í Reykjavík í dag og hefjast handa við að móta kröfugerð á hendur Samtökum atvinnulífsins er varðar launalið kjarasamnings aðila. Lesa meira