Þingfulltrúar komnir heim

Þingi Alþýðusambands Íslands lauk í gær en þingið var haldið á Hótel Nordica í Reykjavík. Framsýn átti fjóra fulltrúa á þinginu og Þingiðn einn. Í heildina voru rétt um 300 þingfulltrúar á 41. þingi ASÍ. Lesa meira

Stjórn Framsýnar fundar í Skógum

Stjórn Framsýnar mun koma saman til fundar fimmtudaginn 30. október kl. 17:00. Fundurinn verður haldinn í Skógum í Fnjóskadal. Fulltrúi frá Vaðalheiðargöngum mun koma á fundinn og fræða stjórn Framsýnar um stöðu mála. Dagskrá fundarins er eftirfarandi: Lesa meira

Konur tökum þátt

Nú er bleikur mánuður, sem þýðir að athygli er vakin á nauðsyn þess að fara í krabbameinsleit. Leghálskrabbamein er annað algengasta krabbamein í heimi hjá konum og tiltölulega algengt meðal ungra kvenna. Lesa meira

Vegið að jafnrétti til náms

„Framkvæmdastjórn Starfsgreinasambands Íslands krefst þess að fyrirhugaðar breytingar á umhverfi framhaldsskólanna, sem munu bitna af þunga á nemendum eldri en 25 ára, verði endurskoðaðar. Lesa meira

Jólaúthlutun orlofsíbúða

Félagsmenn sem ætla að sækja um dvöl í orlofsíbuðum Þingiðnar og Framsýnar um jól og eða áramót í Reykjavík/Kópavogi eru beðnir um að hafa samband við Skrifstofu stéttarfélaganna fyrir 11. nóvember. Verði eftirspurn meiri en framboð verður dregið úr hópi umsækjenda. Jafnframt verður metið hvort menn hafi áður fengið orlosíbúð á þessum tíma. Lesa meira

Þarft þú að senda frakt?

Framsýn hefur gengið frá samningi við Flugfélagið Erni um 30% afslátt af frakt sem félagsmenn þurfa að senda með flugfélaginu milli Húsavíkur og Reykjavíkur. Samkomulagið gildir jafnframt fyrir félagsmenn Þingiðnar, Starfsmannafélags Húsavíkur og Verkalýðsfélags Þórshafnar.

Samfélag fyrir alla

41. þing Alþýðusambands Íslands hefst í næstu viku, það er miðvikudaginn 22. október og stendur fram á föstudag. Þingið ber yfirskriftina, Samfélag fyrir alla, jöfnuður og jöfn tækifæri. Framsýn á rétt á fjórum fullrúum og Þingiðn og Verkalýðsfélag Þórshafnar eiga rétt á einum fulltrúa hvort félag. Hægt verður að fylgjast með þinginu og helstu málefnum inn á heimasíðu Alþýðusambandsins www.asi.is.

Undirbúningur á fullu

Fulltrúar aðildarfélaga Starfsgreinasambands Íslands sitja nú á fundum í Reykjavík. Unnið er að því að klára mótun á kröfugerð sem lögð verður fyrir forsvarsmenn Samtaka atvinnulífsins í kjölfarið. Að kröfugerðinni standa 16 félög inna Starfsgreinasambandsins. Lesa meira

Kveðjustund með Boggu

Forsvarsmenn og starfsmenn Framsýnar áttu ljúfa stund með Kristbjörgu Sigurðar á föstudaginn. Kristbjörg lét af störfum sem varaformaður félagsins í vor. Að því tilefni var ákveðið að bjóða henni í óvissuferð um helgina sem tókst í alla staði mjög vel og var öll hin skemmtilegasta. Lesa meira

Samið við Fjallalamb

Framsýn hefur gengið frá samningi við Fjallalamb um kjör starfsmanna í sláturhúsi fyrirtækisins. Samningurinn tryggir starfsmönnum ákveðin kjör og bónusgreiðslur í sláturtíðinni. Starfsmenn geta nálgast samninginn á kaffistofu fyrirtækisins eða á Skrifstofu stéttarfélaganna. Lesa meira