
Þingiðn
Þingiðn
Félag fagmenntaðra starfsmanna sem vinna í byggingar- og tréiðnaði, bílgreinum, málmiðnaði og öðrum þeim greinum í iðnaði.
FRÉTTIR OG TILKYNNINGAR
Vaxandi atvinnuleysi á svæðinu
Samkvæmt mælaborði Vinnumálastofnunnar er augljóst að atvinnuleysi fer mjög vaxandi á svæðinu. Hér að ofan má sjá stöðuna í nóvember í Norðurþingi en 138 einstaklingar eru þar á atvinnuleysiskrá. Ekki hafa fleiri verið skráðir atvinnulausir í Norðurþingi síðan í Covid-19 faraldrinum. Áberandi er hversu stór hluti atvinnulausra í Norðurþingi koma úr iðnaði. Það kemur auðvitað …
Varúð - Erlendir vörsluaðilar herja á ungt fólk
Fréttaskýringaþátturinn Kveikur, sem sýndur var á RÚV í byrjun desember, gerði starfsemi erlendra lífeyrissjóða hér á landi að umfjöllunarefni og þá miklu fjármuni sem slíkir sjóðir hafa af launafólki. Kveikur vísaði m.a. í ályktun sem samþykkt var á þingi Starfsgreinasambandsins nýverið um starfsemi erlendra vörsluaðila lífeyrissparnaðar hér landi. Þar fordæmdi þingið afdráttarlaust þá ólögmætu markaðssetningu …
Jólagleði G-26
Starfsfólkið sem starfar í húsnæði stéttarfélaganna að Garðarsbraut 26 gerði sér dagamun í morgun í tilefni af því að undanfarna daga hefur staðið yfir jólaleikur meðal starfsmanna. Í morgun var komið að því að finna út hver væri leynivinur hvers og eins. Það gekk misvel eins og gengur og gerist en viðburðurinn var virkilega skemmtilegur …
FÖR MÍN TIL FURÐUSTRANDA – áhugaverð umfjöllun
Framsýn stéttarfélag gaf út ljóðabókina Tvennir tímar árið 2018 í samstarfi við afkomendur Bjargar Pétursdóttur. Bókin hefur fengið mjög góða dóma sbr. nýleg umfjöllun á vefnum „skald.is“ en bókin þykir mikil fengur fyrir íslenska kvennabaráttu og sögu hennar. Í gegnum ljóð Bjargar endurspeglist hróp eða áköll kvenna um rétt þeirra til þess að eiga sér …
Jólatónleikar í Húsavíkurkirkju
Heiðdís Hanna Sigurðardóttir, sópran stendur fyrir jólatónleikum í Húsavíkurkirkju fimmtudaginn 18. desember ásamt frábærum tónlistarmönnum. Með henni verða Attila Sgebik á píanó og Anna Gunnarsdóttir á þverflautu. Miðaverðið er aðeins kr. 3.500,-. Tónleikarnir standa yfir í klukkutíma. Við mælum með þessum tónleikum. https://www.facebook.com/photo/?fbid=10235160397724147&set=g.1980279532198180
Hvetja ráðherra til dáða
Í samtölum sem forsvarsmenn Framsýnar hafa átt við Jóhann Páll Jóhannsson Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, nú síðast um helgina, hefur verið skorað á ráðherra að flýta skoðun ráðuneytisins á virkjunarkostum í Þingeyjarsýslum. Það sé forsendan fyrir því að hægt verði að hraða atvinnuuppbyggingu á svæðinu öllum til hagsbóta. Ráðherra hefur tekið beiðni félagsins vel.

