
Þingiðn
Þingiðn
Félag fagmenntaðra starfsmanna sem vinna í byggingar- og tréiðnaði, bílgreinum, málmiðnaði og öðrum þeim greinum í iðnaði.
FRÉTTIR OG TILKYNNINGAR

Bærinn fullur af ungu íþróttafólki
Foreldraráð Völsungs stóð fyrir fjölmennu knattspyrnumóti um helgina fyrir unga keppendur. Um 800 þátttakendur tóku þátt í mótinu auk þess sem reikna má með að með foreldum hafi komið um 3000 gestir til Húsavíkur vegna viðburðarins sem fór afar vel fram og öllum þeim sem komu að mótinu til mikils sóma. Lið frá íþróttafélögum á …

Góður fundur um húsnæðismál í Þingeyjarsveit
Framsýn stóð í morgun fyrir fundi með forsvarsmönnum Þingeyjarsveitar og Bjargs íbúðafélags um hugsanlega uppbyggingu á íbúðum á vegum Bjargs í sveitarfélaginu. Íbúðir Bjargs íbúðafélags eru fyrir fjölskyldur og einstaklinga á vinnumarkaði sem eru undir ákveðnum tekju- og eignamörkum og sem hafa verið virkir á vinnumarkaði og fullgildir félagsmenn aðildarfélaga ASÍ eða BSRB í a.m.k. …

Dagskrá stjórnar og trúnaðarráðs Framsýnar
Eins og fram kemur í annarri frétt á heimasíðunni kemur stjórn og trúnaðarráð Framsýnar saman til fundar í næstu viku til að ræða fyrirliggjandi málefni. Stjórn Framsýnar-ung tekur einnig þátt í fundinum. Dagskrá fundarins er nokkuð löng, því má búast við löngum og ströngum fundi komandi miðvikudag. Dagskrá: 1. Fundargerð síðasta fundar 2. Inntaka nýrra …

Atvinnumál og komandi þing m.a. til umræðu
Stjórn og trúnaðarráð Framsýnar auk stjórnar Framsýnar-ung kemur saman til fundar miðvikudaginn 27. ágúst kl. 17:00. Að venju eru mörg mál á dagskrá fundarins. Til dæmis má nefna að byggða- og atvinnumál verða til umræðu enda starfsemi PCC í miklu uppnámi. Félagið hefur verið að þrýsta á Bjarg íbúðafélag að reisa íbúðarhúsnæði fyrir tekjulága í …

Þú tapar réttindum með því að vinna svart
Dæmi eru um að atvinnurekendur hafi snúið sér til Skrifstofu stéttarfélaganna í sumar vegna óánægju með samkeppnisaðila í ferðaþjónustu sem bjóða starfsmönnum að vinna svart komi þeir til starfa hjá þeim. Sérstaklega á þetta við um smærri aðila í ferðaþjónustu sem bjóða upp á gistiþjónustu og eru í samkeppni við þá atvinnurekendur sem virða kjarasamninga …

Laus vika í Flókalundi
Óvænt losnaði síðasta orlofsvikan í Flókalundi en hún hefst á morgun. Tímabilið er 22. ágúst til 29. ágúst. Fyrstur kemur fyrstu fær! Til að bóka hafið samband í síma 464-6600 eða með því að senda tölvupóst á alli@framsyn.is