
Þingiðn
Þingiðn
Félag fagmenntaðra starfsmanna sem vinna í byggingar- og tréiðnaði, bílgreinum, málmiðnaði og öðrum þeim greinum í iðnaði.
FRÉTTIR OG TILKYNNINGAR

Þing SGS yfirstandandi
10. þing Starfsgreinasambands Íslands stendur ný yfir í Hofi á Akureyri. Um 130 fulltrúar frá 18 aðildarfélögum sambandsins eiga seturétt á fundinum en þingið hófst í gær og klárast á morgun, föstudag. Á myndinni má sjá þrjá af sjö fulltrúum Framsýnar á þinginu, Jónínu, Kristján og Maríu. Auk þeirra sitja þingið Guðný Gríms, Aðalsteinn Árni, …

Unnið að lagfæringum í fallegu haustveðri
Um þessar mundir er unnið að því að skipta um glugga á norðurhliðinni á Skrifstofu stéttarfélaganna á Húsavík þar sem önnur fyrirtæki og stofnanir eru einnig til húsa. Það eru smiðirnir kampakátu, Þorvaldur og Bjarni, sem sjá um framkvæmdina en gluggarnir voru orðnir frekar lélegir enda áveðurs. Skrifstofuhúsnæðið var málað í sumar og verður því …

Vilja skipta um íbúð
Stjórn Starfsmannafélags Húsavíkur hefur ákveðið að selja orlofsíbúð félagsins í Sólheimum í Reykjavík og kaupa þess í stað aðra nýlegri íbúð, hugsanlega í Þorrasölum þar sem Þingiðn og Framsýn eiga fyrir sex íbúðir. Aðalfundur félagsins hafði áður ákveðið að ráðast í það að selja íbúðina og kaupa nýja. Samið hefur verið við fasteignasölu um að …

Skrifað undir í dag
Fulltrúar frá Fjallalambi og Framsýn skrifuðu í dag undir sérkjarasamning vegna sauðfjárslátrunar haustið 2025 sem þegar er hafin á Kópaskeri. Reiknað er með að slátrað verði um 24 til 25 þúsund fjár. Áætlað er að sláturtíðin standi yfir í 6 vikur. Um 60 starfsmenn, sem koma frá nokkrum þjóðlöndum, starfa hjá fyrirtækinu í sláturtíðinni. …

Formaður Framsýnar í viðtali á Samstöðinni um PCC
Formaður Framsýnar var á dögunum gestur Björns Þorlákssonar á Samstöðinni. Var þar farið yfir atvinnumál á starfssvæði Framsýnar og sérstaklega stöðunna á PCC á Bakka ásamt því að fara almennt yfir stöðuna hér fyrir norðan og á landsbyggðinni. Hægt er að sjá viðtalið með því að smella hér.

Fulltrúar Framsýnar á leiðinni á þing
10. þing Starfsgreinasambands Íslands fer fram dagana 8.-10. október næstkomandi í Hofi, Akureyri. Þingið hefur æðsta vald í málefnum sambandsins og þar eru lagðar línurnar í kjaramálum og starfsemi sambandsins til næstu tveggja ára. Á þingið í ár mæta alls 135 fulltrúar frá 18 aðildarfélögum sambandsins. Framsýn á rétt á 7 þingfulltrúum. Dagskrá þingsins verður …